Sumarhúsin Sandgerði - NátthagiSumarhúsin Sandgerði - Nátthagi

Sumarhús nálægt ströndinni, miðja vegu milli sjávarþorpanna Sandgerðis og Garðs, yst á Reykjanesskaga á Suðvestur-Íslandi, aðeins 12 km frá Keflavíkurflugvelli, 32 km frá Bláa lóninu og 44 km frá höfuðborgarsvæðinu. Útsýni til hafs og yfir innsiglinguna til Sandgerðis. Auðugt fuglalíf. Sérstök og stórbrotin náttúrufegurð, mótuð af svarrandi sjó, jarðhita og eldsumbrotum, hrjúf en heillandi. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:14.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp
 • Útsýni til sjávar

Í nágrenni

 • Reykjanes skaginn
 • Sandgerði 2 km
 • Garður 2 km
 • Keflavíkurflugvöllur 10 km
 • Bláa lónið 25 km
 • Brú milli heimsálfa 38 km
 • Reykjavík 58 km
 • Krýsuvík jarðhitasvæði 59 km

Gistiaðstaða

Þrjú fjögurra manna sumarhús (32 m2) með tveimur svefnherbergjum (hjónaherbergi og kojuherbergi). Svefnsófi í stofu. Fullbúið eldhús, snyrting með sturtu. Sjónvarp, útvarp og frítt þráðlaust netsamband. Við hvert hús er verönd með heitum potti.

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Næstu matvöruverslanir í Sandgerði (2 km), Garði (3,5 km) og í Keflavík/Reykjanesbæ (12 km). Matsölu- og veitingastaðir eru á nær öllum þéttbýlisstöðum á Reykjanesskaga.

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Auðugt sjófuglalíf. Skipulagðar ferðir í boði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu, gönguferðir, ökuferðir og siglingar. Ýmis áhugaverð söfn og fræðslusýningar sem börn hafa ekki síður ánægju af en fullorðnir: Víkingaheimar [Viking World] og Sjóminjasafnið í Duushúsi í Keflavík/Reykjanesbæ [Reykjanes Maritime Center], Byggðasafn Garðskaga í Garði, Þekkingarsetur Suðurnesja [Sudurnes Science and Learning Center] og Kvikan – Auðlinda- og menningarhús [Magma, House of Culture and Natural Resources] í Grindavík sem hýsir Saltfisksetrið [The Saltfish Museum] og Jarðorku [Earth Energy], sýningu um jarðorku og eldgos á Íslandi. Sundlaugar eru í Sandgerði og Garði (2 km), Keflavík (13 km) og Grindavík (34 km). Í Bláa lónið eru 25 km frá sumarhúsunum í Nátthaga.

Golf: Hólmsvöllur í Leiru, 18 holur + 9 holu æfingavöllur (7,5 km), Vallarhús í Sandgerði, 6 holu æfingavöllur og æfingaskýli (1 km), Kálfatjörn í Vogum, 9 holur (33 km), og Golfvöllurinn Húsatóftum í Grindavík, 18 holur (39 km).

Næstu þéttbýli með verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Sandgerði (2 km), Garður [2 km) og Keflavík/Reykjanesbær (12 km). Upplýsingamiðstöð Reykjaness [Reykjanes Information Center] er í Reykjanesbæ/Keflavík; netfang: visitreykjanes.is

 
Ströndin við ysta haf, fiskiþorp, vitar, fuglaskoðun

Sumarhúsin í Sandgerði – Nátthagi – standa við vesturströnd Reykjaness, yst á Reykja¬nesskaga, í grennd við fiskiþorp þar sem má kynnast mannlífi nútímans á þessum slóðum, fá nasasjón af höfuðatvinnuvegi Íslendinga, fiskveiðum, og skynja um leið hina aldgömlu sögu sjósóknar á gjöful mið skammt undan landi. Ströndin er skemmtilegur staður til gönguferða. Tilvalið er að heimsækja vitana á Garðskaga (3 km); sá eldri er frá 1897 og er nú notaður sem útsýnispallur fyrir fuglaskoðara.

 
Fuglabjörg, „Brúin á milli heimsálfa“, Gunnuhver

Skemmtileg ökuleið liggur suður með ströndinni frá Sandgerði og allt til sjávarútvegbæjarins Grindavíkur á suðurströnd skagans (48 km). Á þeirri leið er áhugavert að skoða Hafnarberg (27 km), tiltölulegt lágt fuglabjarg, ekki langt frá veginum, sem iðar af fugli á sumrin. Nokkru sunnar, upp af Sandvík er „Brúin á milli heimsálfa“ (38) þar sem hefur verið lögð brú yfir skilin á milli Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna og fólki gefst kostur á að ganga „á milli heimsálfa“. Frá Sandvík eru 7 km að jarðhitasvæðinu við Reykjanesvita þar sem eru göngu- og útsýnispallar. Kunnasti hverinn á þessu svæði er Gunnuhver sem dregur nafn sitt af draug sem var komið fyrir í hvernum.

 
Hraun, kulnaðar eldstöðvar, einstök veröld

Reykjanesskagi er áhugavert svæði fyrir ferðamenn og göngufólk sem leikur forvitni á að sjá fjölbreytt og litríkt landslag, mótað af eldsumbrotum, jarðhita og ágangi úthafsins. Hraunbreiðurnar búa yfir sínum töfrum og við gamlar eldstöðvar og gígaraðir opnast litríkur og formfagur heimur sem er sérstök upplifun að skoða. Stórt svæði á skaganum er fólkvangur. Á upplýsingamiðstöðinni í Reykjanesbæ/Keflavík má fá leiðsögn og kort, m.a. yfir gönguleiðir, auk þess sem ýmis ferðaþjónustufyrirtæki bjóða skipulagðar skoðunarferðir um svæðið, Reykjanes og Reykjanesskaga.

Gestgjafi: Ingimar

 

In the area