Steinsstaðir í SkagafirðiSteinsstaðir í Skagafirði

Gistiheimili með 23 herbergjum í tveimur byggingum og litlu sumarhúsi í Steinsstaðahverfi, miðsvæðis í héraðinu Skagafirði. Tilvalin gisting fyrir fjölskyldur. Skemmtlegar gönguleiðir. Sundlaug og heitur pottur, fótbolta- og blakvöllur, leiksvæði. Staður fyrir þá sem vilja njóta útivistar, kynnast náttúrufegurð í framdölum Skagafjarðar og heimsækja aðra áhugaverða staði í héraðinu. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:12,000 EURkr
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Heitur pottur
 • Máltíðir í boði
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Sundlaug og heitir pottar á Steinsstöðum
 • Aðstaða fyrir golf, fótbolta og blak
 • Flúðasiglingar með Activity tours
 • Hestaleiga 6 km
 • Varmahlíð 11 km

Gistiaðstaða

Í byggingu, sem var áður notuð sem skólahús og heimavist, eru herbergi með og án sérbaðherbergis, veitingasalur fyrir 35-40 manns og setustofa. Ókeypis þráðlaust netsamband er í sameiginlega rýminu.

Í gamla „Fjósinu“, sem er skammt frá aðalbyggingunni eru herbergi með sérbaðherbergi og tveir salir, annar fyrir að allt að 70 manns og hinn 100 manns.

Í litlu en notalegu sumarhúsi er hjónaherbergi, borðstofa, baðherbergi og eldunaraðstaða.

Við gistiheimilið eru tvö tjaldsvæði; tjaldgestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu, matsal, snyrtingu, geymslu o.fl. innanhúss. Aðstaða er fyrir húsbíla (heitt og kalt vatn, rafmagn og skolplosun).

 
Veitingar/máltíðir

Máltíðir, aðrar en morgunverður, í boði ef pantað er fyrirfram.

 
Þjónusta/afþreying

Sundlaug og heitur pottur við gistiheimilið. Lítill golfvöllur. Leiktæki fyrir börn. Fótboltavöllur og blakvöllur. Gamall torfbær á Reykjum, skammt frá gistiheimilinu. Ferðaþjónustan á Steinsstöðum er í samstarfi við Ævintýraferðir (6 km) [Activity Tours] sem bjóða flúðasiglingar [white river rafting] á jökulsánum í framdölum héraðsins; hægt að panta siglingu á gistiheimilinu fyrir hópa og einstaklinga. Hestaferðir (6 km). Næsta verslun: Varmahlíð (11 km). Næsta þéttbýli með verslunum, matsölustöðum og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum: Sauðárkrókur (36 km).

 
Skoðunarferðir um nágrennið

Eftir svonefndum Skagafjarðardölum, Vestur- og Austurdal, renna vatnsmiklar jökulsár, sums staðar í tröllslegum gljúfrum. Akvegir liggja frá Steinsstöðum að fremstu bæjum og er óhætt að mæla með skoðunarferðum um dalina. Eystri dalurinn, Austurdalur, er hrikafögur náttúruperla; þokkalegur vegur liggur að bænum Bústöðum en þar á móti blasir við djúpt og hrikalegt gil, Merkigil, sem opnast í Jökulsárgljúfur.

 
Fjölbreyttir möguleikar til gönguferða

Víða er að finna skemmtilegar gönguleiðir, styttri eða lengri og við allra hæfi. Fyrir göngufólk, sem vant er brattlendi, er sjálfsagt, á björtum degi, að ganga á Mælifellshnjúk sem blasir við frá Steinsstöðum. Stikuð leið er upp á tindinn, 2-3 km, hækkun 630 m; göngutími um 4 klst. Tindurinn er 1138 m hár og þaðan er einstakt útsýni til allra átta.

 
Kraftur og endurnæring í Austurdal

Í Austurdal er ógleymanleg óskaveröld göngufólks sem vílar ekki fyrir sér að sneiða brattar hlíðar, vaða yfir ár og læki og ganga sums staðar nærri þverhníptum gljúfraveggjum. Þægileg ganga er frá Bústöðum fram að brú yfir Jökulsá (6 km) og þaðan út að bænum Merkigili. Styttri leið að bænum Merkigili en tæpast fyrir lofthrædda er frá bænum Gilsbakka, austan megin Jökulsár, um stíg yfir Merkigil og að bænum Merkigili. Þessi stígur var eina samgönguleiðin til Merkigils til ársins 1961.

 
Margt að sjá og upplifa

Skagafjörður er sögufrægt hérað og þar er margt áhugaverðra staða. Í Glaumbæ er gott byggðasafn í reislulegum íslenskum torfbæ. Hólar í Hjaltadal eru fyrrum biskupssetur í skjólsælum og fallegum dal. Í þorpinu Hofsós er safn um ferðir Íslendinga til Nýja heimsins á síðari hluta 19. aldar og sundlaug á sjávarbakka með einstöku útsýni til hafs og eyja.

Gestgjafar: Friðrik og Jóhanna

 

In the area