Hótel Háland við SprengisandsvegHótel Háland við Sprengisandsveg

Sveitahótel við suðurjaðar hálendisins, rétt hjá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og rekið af Hótel Rangá í samstarfi við miðstöðina. 16 tveggja manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi og 2 lúxusherbergi, öll með sérbaði. Góður veitingastaður og bar. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta einstakrar náttúrufegurðar hálendisins á þessum slóðum og um leið fyrsta flokks nútímaþæginda. Opið frá 1. júní til 30. september.

Veldu dagsetningar
Frá:29.920 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi, sjónvarp og veitingarstaður
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Sjónvarp
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Hekla
 • Veiðivötn 33 km
 • Þjórsárdalur 35 km
 • Landmannalaugar 39 km
 • Sprengisandsvegur 
 • Flúðir 90 km
 • Hella 100 km

Gistiaðstaða

16x2 manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi fyrir allt að 6 gesti og 2 lúxusherbergi fyrir allt að 4 gesti. Öll herbergi eru með sérbaði með sturtu og af öðrum þægindum í hverju herbergi má nefna sjónvarp, ókeypis netsamband, hárþurrku, baðsloppa og baðskó. Rúmgóð setustofa með sjónvarpi, heitur pottur og gufubað.

 
Veitingar/matur

Á Hótel Hálandi er góður veitingastaður, bar og hlýleg setustofa. Í boði eru ljúffengir sælkeraréttir úr íslensku hráefni frá svæðinu, til reiddir og eldaðir af alþjóðlegum matreiðslumönnum. Vinsamlega athugið að fyrir hópa þarf að panta máltíð með a.m.k. vikufyrirvara, bæði í hádegis- og kvöldverð.

 
Þjónusta/afþreying

Funda- og ráðstefnuaðstaða fyrir allt að 60 manns. Hótelið er tilvalinn dvalarstaður fyrir þá sem vilja skoða og kanna landið á þessum slóðum, bregða sér í Landmannalaugar eða til Veiðivatna, ganga á Heklu eða skoða t.d. virkjanamannvirki í efri hluta Þjórsár. Fjölmargar merktar gönguleiðir og slóðar sem henta einnig til skíðagöngu eða hestaferða. Næstu þéttbýli með verslunum og sundlaugum: Flúðir (90 km) og Hella (100 km).

 
Vinsamlegast athugið

Hótel Háland er við veg 26 og leiðin þangað frá Reykjavík (150 km) er öll á bundnu slitlagi. Að öllu jöfnu er vel fært í Hrauneyjar allan ársins hring en frá því síðla hausts og fram á vor er fólki ráðlagt að vera á bílum með fjórhjóladrifi. Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum, sem er rétt hjá Hótel Hálandi, er síðasta þjónustustöðin þar sem hægt er að fá eldsneyti áður en lagt er upp í ökuferð yfir Sprengisand. Að sumarlagi ganga áætlunarbílar að hálendismiðstöðinni.

 
Hekla, Landmannalaugar, Sprengisandur

Hótel Háland er í suðurjaðri miðhálendisins rétt norðaustur af Heklu og þarf ekki að aka eða ganga langt til að upplifa einstaka kyrrð og náttúrufegurð öræfanna. Hér er að finna margar heillandi göngu- og reiðleiðir um eitt stórbrotnasta og virkasta eldfjallasvæði landsins. Hótelið stendur við veginn yfir Sprengisand og skammt er að vegamótum þar sem beygt er til suðurs þegar leiðin liggur í Landmannalaugar (40 km).

 
Þjórsárdalur

Frá hótelinu eru aðeins 33 km suður af hálendisbrúninni niður í Þjórsárdal, eina af náttúruperlum Suðurlands þar sem gróðursælar vinjar, kjarrskógar og auðnir laða til sín alla þá sem unna íslenskri náttúru og andstæðum hennar. Hér má heimsækja Sögualdarbæinn, skoða fossinn Hjálp og ganga um Gjána, stuttan gljúfurdal, skammt frá uppgröfnum rústum fornbýlisins að Stöng. Háifoss, fremst í Þjórsárdal, er næsthæsti foss á landinu (122 m). Þangað liggja gönguleiðir og af línuveginum liggur vegur að palli við fossagljúfrið þaðan sem er einstakt útsýni.

Gestgjafar: Friðrik og Ingi Þór. 

 

í nágrenni