Heimaland í LandsveitHeimaland í Landsveit

Hlýlegt gistiheimili miðsvæðis á Suðurlandi, ekki langt frá rótum eldfjallsins Heklu, við veg nr. 26 sem liggur upp á miðhálendið. Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði. Fjölskylduherbergi. Húsakynni sem bjóða gesti velkomna eftir viðburðaríkan dag. Máltíðir í boði. Heitur pottur. Gott útsýni til Heklu og Tindfjalla. Opið frá 15. maí til 12. september.

Veldu dagsetningar
Frá:19.800 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Máltíðir í boði
 • Kreditkort
 • Útsýni til jökuls

Í nágrenni

 • Hekla 
 • Eyjafjallajökull 
 • Tindfjöll 
 • Jarðhitasundlaug á Laugalandi 7 km
 • Jarðhitasundlaug á Hellu 17 km
 • Strandarvöllur golfvöllur 20 km
 • Sögusetur á Hvolsvelli 34 km
 • Keldur torfbær á Rangárvöllum 41 km 
 • Seljalandsfoss 56 km
 • Landmannalaugar

Gistiaðstaða

6x2 manna herbergi; í einu herberginu er koja að auki (fjölskylduherbergi). Sameiginlegt baðherbergi. Setustofa, rúmgóður og vel búinn eldhúskrókur og matstofa. Heitur pottur.

 
Veitingar/máltíðir

Kvöldverður í boði ef þess er óskað. Þriggja rétta máltíð þar sem aðalréttur er annað hvort ferskur íslenskur silungur eða fjallalamb borið fram með heimaræktuðu grænmeti og salati. Gestum er velkomið að elda sjálfir í eldhúsinu á gistiheimilinu. Góður veitingastaður er á Hótel Leirubakka (12 km).

 
Þjónusta/afþreying

Á veggjum gistiheimilisins má sjá myndlist eftir heimamenn í sveitinni. Í grennd við gistiheimilið eru hestar úti í haga og gestum velkomið að heilsa upp á þá og gefa þeim brauð eða heyvisk. Silungsveiðileyfi. Hestaleiga og hestaferðir frá Leirubakka (12 km) og Hestheimum (20 km). Heklusetur, upplýsingamiðstöð og fræðslusetur (20 km). Sögusetur á Hvolsvelli (34 km). Seljalandsfoss (56 km). 18 holu golfvöllur, Strandarvöllur (20 km). Jarðhitasundlaugar á Laugalandi (7 km) og þorpinu Hellu (20 km).

 
Hekla, Heklusetur, Hekluferðir, gönguleiðir

Heimaland er tilvalinn staður til þess að slaka á í friðsælli sveit eða bregða sér í skoðunarferðir um Suðurland. Hekla, frægasta eldfjall á Íslandi, er innan seilingar, ef svo má segja, og setur mikinn svip á umhverfið. Á Leirubakka (12 km) er Heklusetur [Hekla Centre] þar sem er nútímaleg og fræðandi sýning um Heklu, sögu eldgosa í fjallinu og áhrif á mannlíf í sveitunum við rætur fjallsins frá landnámi til okkar daga. Í Heklusetri er einnig upplýsingamiðstöð þar sem ferðamönnum er leiðbeint um nágrennið og Heklu. Frá Leirubakka eru einnig í boði ferðir á Heklu í fylgd leiðsögumanna. Skemmtilegar gönguleiðir eru í grennd við Leirubakka.

 
Andi óbyggðanna, Landmannalaugar

Hjá Heimlandi liggur aðalleiðin, vegur nr. 26, upp á hálendið inn á svokallaða Sprengisandsleið. Hér fara allir um sem ætla t.d. að heimsækja Landmannalaugar og/eða ganga hinn vinsæla Laugaveg milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Áætlunarbílar koma við á Leirubakka tvisvar á dag á leið til og frá Landmannalaugum sem eru einhver vinsælasti áfangastaður ferðamanna á hálendinu, rómaðar fyrir náttúrufegurð og ólýsanlega litadýrð.

 
Þjórsárdalur, sögualdarbærinn, Gullfoss, Geysir

Frá Heimlandi er kjörið að bregða sér í Þjórsárdal (65 km). Þá er ekið eftir vegi 26 fram hjá Leirubakka, upp með jökulfljótinu Þjórsá, farið yfir hana á brúnni ofan við stíflumannvirki og virkjanir rétt ofan við hálendisbrúnina og ekið svo í suður niður í Þjórsárdal. Dalurinn býr yfir einstæðri og fjölbreyttri náttúrufegurð (Hjálparfoss, Gjáin upp frá Stöng) og þar eru margar yndislegar gönguleiðir um land, mótað af nábýli við eldfjallið mikla. Í Þjórsárdal er einnig hægt að skoða endurgerð af sögualdarbænum á Stöng (opið 1. júní – 31. ágúst) sem fór í eyði í Heklugosi árið 1104. Frá Þjórsárdal eru 72 km að Gullfossi og þaðan eru svo 10 km að hversvæðinu við Geysi.

Gestgjafar: Hjalti og Linda

 

In the area