Stóra-Mörk III V- EyjafjöllumStóra-Mörk III V- Eyjafjöllum

Gisting með sérinngangi á neðri hæð íbúðarhússins á bænum Stórumörk undir vesturhlíðum Eyjafjallajökuls. Tveggja- og þriggja manna herbergi með sérbaði. Einnig herbergi sem deila baði í tveimur húsum skammt frá íbúðarhúsinu. Eldunaraðstaða í öllum húsunum. Máltíðir í boði. Hentugt fyrir fjölskyldur og börnin fá tækifæri til að hitta dýrin í sveitinni. Góð staðsetning til skoðunarferða um Eyjafjallasveit, söguslóðir Njálu, Fljótshlíð og inn í Þórsmörk. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Seljalandsfoss 8 km
 • Þórsmörk, vinsælt göngusvæði 20 km
 • Stakkholtsgjá 20 km
 • Hvolsvöllur 24 km
 • Skógafoss  38 km
 • Skógar byggðasafn 38 km
 • Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull 

Gistiaðstaða

Gisting með sérinngangi fyrir allt að 12 manns í uppbúnum rúmum, á neðri hæð í húsi ábúenda á Stórumörk. Tveggja- og þriggja manna herbergi með sérbaðherbergi. Eldunaraðstaða, setustofa með sjónvarpi, matsalur/sólstofa með fallegu útsýni yfir sveitina og til fjalla.

Í tveimur byggingum skammt frá íbúðarhúsinu eru herbergi sem deila baði; 5 herbergi eru á efri hæð hvors hús og til viðbótar eru 3 herbergi á neðri hæðinni í öðru húsinu og íbúð á neðri hæðinni í hinni.  Björt setustofu og eldhúskrókur með fallegu útsýni yfir sveitina.

 
Máltíðir/veitingar

Gestir hafa aðgang að vel búinni eldunaraðstöðu. Máltíðir í boði ef pantað er fyrirfram. Næsta matvöruverslun og veitingastaðir í þorpinu Hvolsvelli (24 km).

 
Þjónusta/afþreying

Á Stórumörk er rekinn hefðbundinn búskapur með kýr og sauðfé og gestum er velkomið að heilsa upp á dýrin. Hundar, kettir og kanínur eru einnig heimilisvinir á bænum og taka vel á móti börnunum. Leiksvæði fyrir börn. Merktar gönguleiðir frá bænum. Í boði eru dagsferðir í Þórsmörk með leiðsögn. Gott byggðasafn á Skógum (38 km). Næsta þéttbýli: Hvolsvöllur (24 km); þar eru m.a. góð jarðhitasundlaug, ýmis ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir, áfengisverslun og Sögusetrið [Njals's Saga Centre]. 18 holu golfvellir: Hellishólar í Fjótshlíð (33 km) og Strandarvöllur á Rangárvöllum (41 km).

 
Merktar gönguleiðir, Bæjargil, Nauthúsagil

Stóramörk er 9 km frá vegamótum við þjóðveg nr. 1. Bærinn stendur í friðsælu og hlýlegu umhverfi undir rótum aflíðandi heiða og fjallendis sem efst er kórónað með hvítri jökulhettu Eyjafjallajökuls. Merktar gönguleiðir liggja frá bænum að tveimur stöðum í nágrenninu sem náttúruunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara, Bæjargili og Nauthúsagili. Nauthúsagil er þröngt og alldjúpt frá gilbrún en vel þess virði að troða sér í stígvélin og ganga inn eftir gilinu að neðstu fossum í ársprænunni sem hefur grafið sig hér niður.

 
Náttúruparadísin Þórsmörk

Skammt frá Stórumörk liggur leiðin inn í Þórsmörk (20 km), einstæða gróðurvin í skjóli jökla, paradís útivistar- og göngufólks sem mörgum þykir einn fegursti staður á Íslandi. Þar liggja ótal lengri og skemmri gönguleiðir um mikinn undraheim sem náttúruöflin hafa mótað. Í boði eru frá Stórumörk dagsferðir með leiðsögn inn í Þórsmörk (þarf að bóka fyrirfram) og frá Hvolsvelli eru daglegar áætlunarferðir í Þórsmörk á sumrin.

 
Seljalandsfoss, Skógafoss, Eyjafjallajökull árið 2010

Frá Stórumörk eru aðeins 8 km að Seljalandsfossi, einum kunnasta áfangastað ferðamanna á Íslandi, háum en ekki vatnsmiklum fossi sem hægt er að ganga á bak við. Sveitin sunnan við Eyjafjallajökul, meðfram ströndinni, er hrífandi fögur. Á Gestastofu [Eyjafjallajokull Visitor Centre] á Þorvaldseyri (27km) má skoða svipmyndir frá gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Hjá Skógum (38 km) er einn af fegurstu fossum á Íslandi, Skógafoss, og þar er einnig fjölbreytt og skemmtilegt byggðasafn.

Gestgjafar: Ragna og Ásgeir. 

 

í nágrenni