Eystri-Sólheimar í MýrdalEystri-Sólheimar í Mýrdal

Gisting í uppgerðu íbúðarhúsi á bænum Eystri-Sólheimum í Mýrdal á sunnanverðu Íslandi, við rætur fjalllendisins í suður af Mýrdalsjökli, 1,5 km frá þjóðvegi 1. Tveggja manna herbergi með uppbúnum rúmum og svefnpokapláss. Fallegar gönguleiðir í nágrenninu. Hentugur staður til skoðunarferða um Mýrdal og nærliggjandi sveitir. Opið frá 1. júní til 31. ágúst. 

Veldu dagsetningar
Frá:51 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Máltíðir í boði
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Hestaleiga 5 km
 • Mýrdalsjökull 
 • Svört strönd
 • Jöklagöngur á Sólheimajökul og ísklifur 11 km
 • Skógar og byggðasafn 14 km
 • Dyrhólaey 16 km
 • Jarðhitasundlaug og golf í Vík 22 km
 • Reynisdrangar 23 km
 • Seljavallalaug 23 km

Gistiaðstaða

4x2 manna herbergi með sameiginlegum baðherbergjum. Svefnpokapláss fyrir 7 manns í tveimur herbergjum. Eldhús til afnota fyrir gesti. Matstofa með útsýni í átt til Péturseyjar og setustofa með sjónvarpi. Rúmgóð verönd. Ókeypis þráðlaust netsamband í sameiginlegu rými. Gestir hafa aðgang að þvottavél.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Kvöldverður í boði ef pantað er fyrirfram, hefðbundinn íslenskur matur með áherslu á hráefni úr heimabyggð. Gestir hafa aðgang að eldhúsi. Næsta matvöruverslun í þorpinu Vík í Mýrdal (22 km).

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir í grennd við bæinn og víðar í Mýrdal. Hestaferðir, 1-4 klst., frá Völlum (5 km) og Mið-Hvoli (11 km). Vélsleða- og jeppaferðir á Sólheimajökul, jöklagöngur og ísklifur (5 km). Skógafoss og Byggðasafnið á Skógum (14 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, verslun og matsölustöðum: Vík í Mýrdal (22 km). Hjá Vík er 9 holu golfvöllur. Á Eystri-Sólheimum hefur staðið bóndabær frá alda öðli. Búskapur lagðist niður á jörðinni undir lok síðustu aldar og frá árinu 2003 hefur þar verið fjölskyldurekið gistihús á sumrin.

 
Dyrhólaey, Reynisfjara

Dyrhólaey (16 km) er friðlýstur höfði með standbjörgum sjávarmegin og auðugu fuglalífi á sumrin þar sem gefst færi á t.d. eiga stefnumót við lundann. Eilítið austar með ströndinni er Reynisfjara (23 km) undir Reynisfjalli, einstakar stuðlabergsmyndanir og hellisskútar í klettum við fjörusandinn og hamrastaparnir Reynisdrangar skammt undan landi.

 

Sólheimajökull

Þetta er lengsti skriðjökull á Íslandi (12 km) og ryður sér leið frá ísskildi Mýrdalsjökuls niður á láglendið (12 km að jökultungunni frá Eystri-Sólheimum). Vegur liggur frá þjóðvegi 1 að bílastæði nærri jöklinum. Frá nágrannabænum Ytri-Sólheimum eru í boði vélsleðaferðir og ferðir á sérbúnum jeppum á Mýrdalsjökul. Einnig eru í boði gönguferðir á jökli með tilheyrandi búnaði og leiðsögumanni.

 
Gönguleiðir við allra hæfi

Um heiðar, fjöll og dali suður af Mýrdalsjökli liggja freistandi gönguleiðir, margar þeirra eftir vegarslóðum eða merktar. Leynist þar margt sem er hulið þeim sem brunar fram hjá eftir þjóðvegi nr. 1. Má t.d. benda göngufólki á svæðið upp frá Höfðabrekku (5 km austur af Vík) þar sem opnast leiðir til allra átta og allt inn að Þakgili og jökli. Svört sandfjaran, þar sem úthafsaldan fellur að landi, t.d. neðan við þorpið Vík, er svo tilvalin til göngu- og könnunarferða á góðviðrisdögum með alla fjölskylduna.

 
Skógafoss, Seljalandsfoss, byggðasafnið á Skógum

Eyjafjallajökull, blasir við frá Eystri-Sólheimum. Við austurrætur hans er Skógafoss (12 km), einn af tilkomumestu fossum landsins. Seljalandsfoss, þar sem hægt er að ganga á bak við fossbununa, er 28 km vestar. Á Skógum (12 km) er fjölbreytt minja- og byggðasafn, m.a. nokkur gömul hús, sem öll fjölskyldan getur notið þess að skoða saman.

Gestgjafar: Ólafur og Sigrún. 

 

í nágrenni