Hótel Katla - HöfðabrekkaHótel Katla - Höfðabrekka

Vinalegt sveitahótel 5 km austan við Vík í Mýrdal á Suðausturlandi, við þjóðveg 1, rétt ofan við úthafsströnd og undir fjalllendinu sunnan Mýrdalsjökuls. Héðan er ekki langt að fara á þá staði á þessum slóðum sem eru víðkunnir fyrir einstaka náttúru og jarðmyndanir. Fjörur, sandar, heiðar, fjöll og dalir freista þeirra sem vilja njóta kyrrðar og náttúrufegurðar á göngu, fjarri skarkala heimsins. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:15.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi, sjónvarp og veitingarstaður
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Sjónvarp
 • Kreditkort
 • Útsýni til jökuls

Í nágrenni

 • Mýrdalsjökull 
 • Jarðhitasundlaug og golf í Vík 5 km
 • Reynisfjara 11 km
 • Hjörleifshöfði 13 km
 • Þakgil 16 km
 • Dyrhólaey 19 km
 • Snjósleðaferðir á Sólheimajökul, jöklagöngur og ísklifur 36 km
 • Skógafoss 37 km
 • Skógar byggðasafn 37 km

Gistiaðstaða

72x2 manna rúmgóð og vel búin herbergi með sérbaðherbergi, sjónvarpi og ókeypis þráðlausu neti.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Á hótelinu er hlýlegur veitingasalur, sem rúmar allt að 200 manns í sæti, og bar. Kvöldverðarhlaðborð yfir sumarmánuðina.

 
Þjónusta/afþreying

Fjórir heitir pottar með jarðhitavatni þar sem gott er að slaka á. Gufubað. Líkamsræktaraðstaða. Veiðileyfi. Margar skemmtilegar gönguleiðir hjá hótelinu og í næsta nágrenni. Hestaferðir. Jöklaferðir. Bátsferðir á hjólabáti við Dyrhólaey. 9 holu golfvöllur austan við þorpið Vík. Næsta verslun og sundlaug í Vík (5 km).

 
Kyrrð, víðátta og fjölbreytilegt landslag

Hótelið dregur nafn sitt af Kötlu, eldfjallinu sem leynist undir Mýrdalsjökli í norðri og hefur sett mark sitt á sögu byggðarinnar allt frá landnámi. Frá jökuljaðrinum og niður að byggðinni við ströndina er allvíðlent svæði þar sem skiptast á fjöll og hálsar, dalir og gljúfur. Þarna eru frábærar gönguleiðir um fjölbreytt, hlýlegt og jafnframt stórbrotið land. Þjóðleiðin lengra í austur lá um þetta svæði allt fram til ársins 1955. Gamli vegurinn, sem farið er inn á skammt frá hótelinu, er gönguleið, sem hentar öllum, um hlýlega dali og hálsa þar sem útsýnið er óvenjuglæsilegt.

 
Náttúruperlur í nágrenninu

Reynisfjara (11 km), vestan við fjallið ofan við þorpið Vík, er einn af kunnustu ferðamannastöðum í Mýrdal. Þar fellur þung úthafsaldan að svörtum fjörusandi en rétt ofan við sjávarmál, austan megin, hafa náttúrukraftar mótað kletta úr stuðlabergi og hellisskúta. Upp úr sjónum gnæfa tröllslegir Reynisdrangar. Vestan megin við Reynisfjöru er önnur fjölsótt náttúruperla, Dyrhólaey (12 km), hömrum girtur höfði með rammgerðum gatkletti til suðurs. Þar er óvenju fjölbreytt fuglalíf og einstök reynsla að rölta hring um höfðann og njóta þess sem ber fyrir augu og eyru.

 
Eyjar í sandi, Skógafoss og líf fyrri kynslóða

Sandfjaran hjá þorpinu Vík er vinsælt útivistarsvæði; National Geographic gaf henni nafnbótinu „ein af tíu fegurstu ströndum heims“. Skammt fyrir austan Hótel Kötlu er Mýrdalssandur og þar rís Hjörleifshöfði upp úr flatneskjunni (13 km). Yfir Mýrdalssand eru 68 km til byggðarkjarnans á Kirkjubæjarklaustri. Á Skógum (38 km í vestur eftir þjóðvegi 1) er einn kunnasti foss á Íslandi, Skógafoss, og fjölbreytt, vandað og fróðlegt byggðasafn.

Gestgjafar: Sólveig, Jóhannes og fjölskylda.

 

í nágrenni