Geirland á SíðuGeirland á Síðu

Snyrtilegt og vinalegt sveitahótel í hrífandi umhverfi í einni af fegurstu sveitum á sunnanverðu Íslandi, skammt frá þorpinu Kirkjubæjarklaustri. 40 herbergi, öll með sérbaðherbergi. Veitingastaður og bar. Gönguleiðir. Í boði á sumrin daglegar skoðunarferðir með leiðsögn til kunnra staða á svæðinu, t.d. Lakagíga, Eldgjár, í Landmannalaugar og Skaftafell og að Jökulsárlóni. Opið allt árið. 

Veldu dagsetningar
Frá:16.800 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Sér baðherbergi, sjónvarp og veitingarstaður
 • Frítt netsamband svæðisbundið
 • Aðgangur að nettengdri tölvu
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Kreditkort
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Kirkjubæjarklaustur 3 km
 • Sundlaug og Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri
 • Systrastapi Systravatn
 • Golf 7 km
 • Fjaðrárgljúfur 13 km
 • Foss á Síðu 15 km
 • Dverghamrar 15 km
 • Lakagígar 66 km
 • Eldgjá 70 km

Gistiaðstaða

40x2 manna herbergi með sérbaðherbergi, sjónvarpi, ókeypis þráðlausu netsambandi, hárblásara og aðstöðu til að laga kaffi eða te. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

 
Veitingar/máltíðir

Á veitingastað hótelsins, sem rúmar 80 manns í sæti og er opinn fyrir kvöldverðargesti frá kl. 18:30 til 21:30 alla daga vikunnar, er lögð áhersla á að bjóða ferskt hráefni beint frá býli. Á matseðli er gott úrval rétta; þar má nefna séríslenskt hnossgæti eins og hangikjöt, borið fram með piparrótarsósu og nýbökuðu brauði, bleikju, reykta eða ferska, lambafillet og landsfræga, heimagerðu skyrtertuna hennar Erlu. Vín frá öllum heimshornum. Barinn er opinn frá kl. 12:00 til 22:00 (lengur um helgar). Þar fæst m.a. gott úrval af íslenskum bjórtegundum og sterku áfengi frá íslenskum framleiðendum.

 
Þjónusta/afþreying

Á Geirlandi eru í boði á sumrin daglegar skoðunarferðir með leiðsögn til kunnra og áhugaverðra staða á svæðinu, t.d. heilsdagsferðir um hálendið ofan við byggðina, t.d. í Lakagíga, að Langasjó og Eldgjá og í Landmannalaugar, eða í þjóðgarðinn í Skaftafelli og að Jökulsárlóni. Fjölmargar fallegar gönguleiðir í nágrenninu, göngukort í afgreiðslu og starfsfólk reiðubúið til að aðstoða fólk við að finna hentuga gönguleið. Hellaskoðun. Veiði. 9 holu golfvöllur í Efri-Vík (7 km). Næsta þéttbýli með sundlaug og matvöruverslun: þorpið Kirkjubæjarklaustur. Jafnframt ferðaþjónustu er stundaður búskapur á Geirlandi með sauðfé og hesta.

 
Glitrandi fossar, lyngbrekkur og hressandi fjallaloft

Geirland er í sveit sem nefnist Síða og hefur hrifið margan ferðamanninn með einstakri og hlýlegri náttúrufegurð í faðmi heiða, heiðardala og hömrum girtra fella þar sem fossar falla fram af brún. Hér þarf ekki langt að fara frá hótelinu til að finna kyrrð og frið á fallegum gönguleiðum um þessa náttúrurparadís, t.d. um heiðarbrúnir eða inn eftir heiðardölunum ofan við bæina Mörk og Geirland. Kort af svæðinu og gönguleiðum liggur frammi á afgreiðslu hótelsins og þar er einnig til sölu bæklingur þar sem lýst er 9 gönguleiðum í nágrenninu.

 
Landbrotshólar, Fjaðrárgljúfur, Skaftafell og Jökulsárlón

Í næsta nágrenni við Geirland eru margir áhugaverðir staðir og sannkallaðar náttúruperlur. Gervigígarnir Landbrotshólar þekja um 50 km2, Fjaðrárgljúfur eru mikilfengleg móbergsljúfur skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur og Dverghamrar sérstök náttúrusmíði úr stuðla-bergi.

Frá Geirlandi er 70 km akstur í austur eftir þjóðvegi 1 í Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði, einn vinsælasta og fegursta ferðamannastað á sunnanverðu Íslandi. Frá Skaftafelli eru svo um 60 km að Jökulsárlóni þar sem útsær og skriðjökull skapa óviðjafnanlega upplifun.

 
Lakagígar og Eldgjá

Kunnasta náttúruvættið á hálendinu ofan við byggðina eu Lakagígar (66 km frá Geirlandi). Frá þeim rann mesta hraun í einu gosi á sögulegum tíma árið 1783, Skaftáreldahraun. Hraunið sneiddi að vísu hjá Síðu en þekur mikið land á þessum slóðum og minnir á að hér erum við í landi elds og ísa. Skammt norður af Lakagígum er annað einstakt friðlýst náttúrufyrirbæri, Eldgjá, 70 km löng gossprunga sem gaus síðast árið 934. Lakagígar og Eldgjá eru í Vatnajökulsþjóðgarði. Hjá starfsmanni þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri má fá upplýsingar um ferðir, akstur, aðgengi og umgengni á þessu viðkvæma svæði.

Gestgjafar: Erla og Gísli.

 

In the area