Hótel Laki, Efri-Vík í LandbrotiHótel Laki, Efri-Vík í Landbroti

Sveitahótel skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Frá hótelinu er glæsilegt útsýni um grænar sveitir til heiða, fjalla og jökla. Fjölmargir möguleikar til skoðunarferða um nágrennið, sveitir meðfram suðurströndinni og heiðar og hálendi ofan við byggðina þar sem eru sumar af kunnustu náttúruvættum Íslands.

Opið allar helgar í vetur. 

Veldu dagsetningar
Frá:20.000 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Hleðslustöð
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Norðurljósaþjónusta
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Gæludýr leyfð
 • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

 • Veiðileyfi, gönguferðir og fjórhjólaferðir
 • Kirkjubæjarklaustur 5 km
 • Sundlaug og Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri
 • Skaftafell 66 km
 • Lakagígar 69 km
 • Eldgjá 72 km

Gistiaðstaða

Boðið er upp á 2 herbergjategundir, vel búin herbergi sem og einfaldari herbergi en öll herbergin eru með sérbaði. Rúmgóð setustofa og veitingastaður.  Sjónvarp er inni á öllum herbergjum og ókeypis þráðlaust netsamband. Hentar vel fyrir ferðahópa.

Gæludýr eru leyfð í sérvöldum herbergjum. Lausaganga hunda er bönnuð og gæludýr eru ekki leyfð á veitingastaðnum.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingastaður með bar. Fjölbreyttur morgunverður og kvöldverður. Léttar veitingar. Herbergisþjónusta.

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Jeppa- og fjórhjólaferðir. Veiðileyfi í stöðuvatni og á í nágrenninu. Álfabyggðir skammt frá hótelinu. Næsta verslun og sundlaug í þorpinu Kirkjubæjarklaustri (5 km).

Rafbílaeigendur sem gista á hótelinu geta hlaðið bílana sína yfir nótt.

 
Áhugaverðir staðir við túnfótinn

Hótel Laki er í sveit sem nefnist Landbrot og er við austurjaðar hraunsins mikla sem rann frá Lakagígum árið 1783. Landslag er sérstakt og tilvalið að aka og ganga um svonefnda Landbrotshóla, gervigíga sem þekja 50 km2 og mynduðust að því flestir telja í gosinu mikla úr Eldgjá árið 934. Fjaðrárgljúfur er mikilfengleg náttúrusmíð skammt vestan við þorpið Kirkjubæjarklaustur, tiltölulega breitt og fallegt móbergsgljúfur. Hægt annað hvort að ganga upp með gljúfurbörmunum eða að ganga upp eftir gljúfrinu sjálfu – en þá verður að gera ráð fyrir að þurfi að vaða yfir ána á nokkrum stöðum.

 
Vatnajökulsþjóðgarður, Lakagígar og Eldgjá

Frá þorpinu Kirkjubæjarklaustri eru í boði yfir sumarið skipulagðar gönguferðir um nágrennið, sveitirnar og hálendisbrúnina á þessum slóðum. Kunnasta náttúruvættið á hálendinu í grennd við Landbrot eru Lakagígar, gígar á 25 km langri gossprungu þaðan sem rann mesta hraun í einu gosi á sögulegum tíma árið 1783 (69 km frá Hótel Laka). Skammt norður af Lakagígum (3 km) er annað einstakt friðlýst náttúrufyrirbæri, Eldgjá, 70 km löng gossprunga sem gaus síðast árið 934. Báðir þessir staðir eru í Vatnajökulsþjóðgarði. Nánari upplýsingar um ferðir, akstur, aðgengi og umgengni á þessum viðkvæmu svæðum má fá hjá starfsmanni þjóð¬garðsins á Kirkjubæjarklaustri.

 
Skaftafell og Jökulsárlón

Frá Hótel Laka er 66 km akstur í austur eftir þjóðvegi 1 um grænar sveitir og mosagróin úfin hraun og síðan yfir Skeiðarársand í Skaftafell, einn vinsælasta ferðamannastað í Vatnajökulsþjóðgarði. Þarna er falleg gróðurvin og náttúruperla í skjóli af hvassbrýndum tindum og jöklum. Frá Skaftafelli eru svo um 60 km að Jökulsárlóni, einum kunnasta stað á Íslandi. Fólki gefst kostur á að sigla um lónið og kynnast þannig betur þessari síbreytilegu listasmíð náttúrunnar þar sem hafið og jökullinn leggja saman krafta sína.

Gestgjafar:  Eva, Þorsteinn og Lilja.

 

í nágrenni