Hof 1 í ÖræfumHof 1 í Öræfum

Gisting í 36 tveggja manna herbergjum, með sér- eða sameiginlegu baðherbergi, á Hofi I í sveitinni Öræfum á Suðaustur-Íslandi, skammt frá þjóðgarðinum Skaftafelli og öðrum kunnum náttúruperlum. Hægt að fá fjölskylduherbergi með sameiginlegu baði. Listaverk eftir ýmsa af fremstu listamönnum þjóðarinnar prýða öll sameiginleg rými. Baðhús með gufubaði og heitum potti. Opið frá 20. febrúar til 30. nóvember.

Veldu dagsetningar
Frá:13,700 EURkr
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sameiginlegt baðherbergi með vaski
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Frítt netsamband
 • Heitur pottur
 • Gufubað
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði
 • Kreditkort

Í nágrenni

 • Skaftafell 20 km
 • Ingólfshöfði
 • Jökulsárlón 37 km
 • Þórbergssetur 52 km
 • Kirkjubæjarklaustur 86 km

Gistiaðstaða

36x2 manna herbergi. 14 herbergi eru í sérbyggingu, öll með sérbaðherbergi, 8 herbergi eru í aðalbyggingu, eitt með sérbaðherbergi en hin deila tveimur baðherbergjum. Í aðalbyggingu er jafnframt móttaka, stór setustofa og veitingasalur. 8 herbergi eru í fjórum smáhýsum, tvö í hverju húsi og sameiginlegt baðherbergi á milli þeirra. 5 herbergi eru í sérbyggingu þar sem eru tvö sameiginleg baðherbergi og setustofa.

Ókeypis þráðlaust netsamband er inni á herbergjum og í sameiginlegu rými.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverðarhlaðborð og kvöldverður í veitingasal gistihússins. Vínveitingar. Hægt að fá matarpakka í nesti.

 
Þjónusta/afþreying

Á jarðhæð í aðalbyggingu gistihússins er baðhús fyrir gesti með heitum potti, gufubaði, sturtum og búningsklefum fyrir karla og konur auk hvíldaraðstöðu. Frumgerðir myndverka, málverk og skúlptúrar, eftir ýmsa af kunnustu listamönnum Íslendinga, einkum verk frá frá s.hl. 20. aldar og samtímalist, prýða öll sameiginleg rými og eru í mörgum herbergjum.

Merktar gönguleiðir í þjóðgarðinum í Skaftafelli; þar eru einnig í boði t.d. hjóla-, göngu-, fjalla- og jöklaferðir með leiðsögn (20 km). Bátsigling á Jökulsárlóni (37 km). Hofsnes (4 km): Daglegar ferðir á sumrin í Ingólfshöfða (með heyvagni aftan í dráttarvél). Jökulsárlón (37 km). Sundlaug í þorpinu Kirkjubæjarklaustri (84 km). Söluskáli Í Freysnesi (15 km) þar sem hægt er að fá ýmsa matvöru og eldsneyti. Stærri matvöruverslun með fjölbreyttara úrvali er á Kirkjubæjarklaustri (84 km).

 
Einstæð náttúruupplifun í stórfenglegu umhverfi

Hof I er í þyrpingu fimm bóndabæja sem saman nefnast Hof í Öræfum og standa undir hrjúfum en magnþrungnum fjallsrótum Vatnajökuls. Hof hefur verið kirkjustaður í tæpar 7 aldir og þar er ein sex torfkirkna sem enn standa á Íslandi. Yfir Hofi gnæfir Öræfajökull með hæsta tindi landsins, Hvannadalshnúk (2.110 m). Frá honum ganga margir skriðjöklar og að einum þeirra, Skaftafellsjökli, er auðveld gönguleið við allra hæfi frá Skaftafelli. Frá Skaftafelli eru í boði m.a. allnokkuð krefjandi og lengri gönguferðir (3-5 klst.) með leiðsögn að Falljökli sem margir telja einn fegursta skriðjökulinn á þessu svæði.

 
Skaftafell – ein af gersemum íslenskrar náttúru

Frá Hofi er um 10 mín. akstur að þjóðgarðinum í Skaftafelli (friðlýstur árið 1967) sem nú er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Hér taka á móti okkur kjarri grónar hlíðar, tröllslegir fjallatindar, glitrandi íshamrar, kolgrá jökulfljót og svartir sandar: náttúrufegurð sem á fáa sína líka. Góð veðurskilyrði og úrval gönguleiða gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja ganga á vit ævintýra. Hér eru merktar gönguleiðir við allra hæfi. Stuttar og auðveldar leiðir að Svartafossi og Skaftafellsjökli en lengri leiðir t.d. í Morsárdal, á Skaftafellsheiði og Kristínartinda. Vatnajökulsþjóðgarður rekur gestastofu í Skaftafelli og á staðnum hafa ferðaþjónustufyrirtæki aðsetur og bjóða skipulagðar ferðir af ýmsu tagi þjóðgarðinn.

 
Auðugt fuglalíf og hrífandi útsýni af Ingólfshöfða

Framundan Hofi er mikið sandflæmi, Skeiðarársandur, þar sem renna til sjávar nokkur jökulfljót í mörgum farvegum, álum og lænum. Niður við ströndina, í næsta nágrenni við Hof, er Ingólfshöfði, kenndur við fyrsta landnámsmanninn. Ingólfshöfði er friðlýstur. Í höfðanum er fjölskrúðugt fuglalíf, gullnáma fyrir fuglaáhugmenn, og mikið útsýni til landsins og með ströndinni til beggja átta. Öllum er það sérstæð og ógleymanleg upplifun að fara í traktorskerruferð frá Hofsnesi (4 km) út í Ingólfshöfða.

Gestgjafi:  Sigríður

 

In the area