Sólbrekka í MjóafirðiSólbrekka í Mjóafirði

Hvernig er að heilsa morgunsól í fámennu, afskekktu sjávarþorpi þar sem fjallatindar speglast í lognkyrrum sjávarfletinum? Á Sólbrekku býðst gisting í Brekkuþorpi við Mjóafjörð, einn af Austfjörðum. Landið er sumarfagurt, klettagnípur rísa upp í himinblámann og lækir og ár falla í fossum niður hlíðarnar. Heillandi gönguslóðir í fjarðarbotni og meðfram ströndinni allt út að vitanum á Dalatanga. Opið frá 1. júní til 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:144 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Vínveitingar
 • Máltíðir í boði

Í nágrenni

 • Sjóstangaveiði og bátsferðir
 • Fossar
 • Dalatangi 15 km (elsti viti Íslands)
 • Egilsstaðir 45 km
 • Eskifjörður 68 km
 • Hallormsstaðaskógur við Lagarfljót 68 km
 • Seyðisfjörður 70 km

Gistiaðstaða

Gisting í tveimur tveggja manna sumarhúsum með hjónaherbergi, baði, stofu með eldhúskrók (svefnsófi í stofu), svefnlofti og lítilli verönd. Gisting í svefnpokaplássi á Sólbrekku þar sem eru 4x2 manna herbergi og 2x1 manns herberg og 3 baðherbergi með sturtu. 3G netsamband.

 
Máltíðir, veitingar

Eldunaraðstaða í sumarhúsum og á Sólbrekku. Við sumarhúsin er grillaðstaða. Á Sólbrekku er einnig veitingastofa/borðstofa með bar þar sem gestum gefst kostur á að fá morgunverð. Aðrar máltíðir í boði ef pantað er fyrirfram. Kaffisala á Sólbrekku frá 1. júlí til 20. ágúst.

 
Þjónusta, afþreying

Á Sólbrekku er setustofa með sjónvarpi. Þvottaaðstaða með þvottavél og þurrkara. Heitur pottur í sérhúsi. Leiksvæði fyrir börn. Á Sólbrekku er einnig ferðamannaverslun. Þar má fá upplýsingar um gönguleiðir og gönguleiðakort. Reiðhjólaleiga. Næsta þéttbýli með verslunum og sundlaug er á Egilsstöðum (45 km). Til Seyðisfjarðar, þar sem ferjan Norræna leggur að bryggju, eru 70 km.

 
Úr alfaraleið til móts við töfra landsins

Mjóifjörður er 18 km langur, umluktur fjöllum sem ná allt að 1.000 m hæð. Fjörðurinn er þröngur og undirlendi lítið. Vegur nr. 953 til Mjóafjarðar liggur upp frá vegi nr. 92, á Fagradal, um Mjóafjarðarheiði og niður í fjarðabotn í nokkrum sneiðingum í allbrattri brekku. Hér opnast ferðamanninum einstakt umhverfi með giljum og glitrandi fossum. Frá fjarðarbotni að Sólbrekku eru um 12 km eftir ströndinni norðan fjarðar.

 
Fjarri skarkala heimsins

Kyrrðin í Mjóafirði, friðsældin, heillandi gönguleiðir og glitrandi fossar laða til sín ferðamenn á sumrin. Áður var búið á bæjum báðum megin fjarðar. Nú er byggð aðeins í Brekkuþorpi þar sem eiga heima að jafnaði um 25 manns. Hér gefst því einstakt tækifæri til að slaka á í göngu- og kynnisferðum um stórbrotna náttúru og gamlar strandbyggðir. Frá Brekkuþorpi liggur sæmilega greiðfær akvegur út með ströndinni til Dalatanga (15 km) þar sem stendur enn viti frá 1898.

 
Áhugaverðir staðir í Mjóafirði

Klifbrekkufossar, stórfengleg fossaröð innst inni í fjarðarbotni. Hofsárgljúfur, stórbrotið og ægifagurt, á leiðinni til Dalatanga. Smjörvogur, utan við Hofsárgljúfur, notaður fyrrum sem fangageymsla. Prestagil, innst í fjarðarbotni; þar bjó tröllskessa sem tældi til sín presta í Mjóafirði. Á Asknesi, sunnan fjarðar, má sjá leifar af gamalli hvalstöð sem Norðmenn starfræktu á fyrsta áratug 20. aldar. Hún var sú stærsta í heiminum á þeim tíma og þar störfuðu allt að 200 manns þegar umsvif voru mest.

Gestgjafi: Jóhanna.

 

í nágrenni