Ytra ÁlandYtra Áland

Gisting í smáhýsi við bæinn Ytra Áland í Þistilfirði. Morgunverður í boði á heimili gestgjafa. Heimsókn á þetta svæði hentar vel náttúruunnendum, hvort sem er til fuglaskoðunar eða gönguferða um fáfarnari slóðir.  Opið 1. júní til 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:22.568 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Wi-Fi

In the area

  • Fræðasetur um forystufé 10 km
  • Ríkulegt fuglalíf
  • Þórshöfn 21km
  • Sauðanes 28 km
  • Kópasker 54 km
  • Rifstangi, nyrsti tangi Íslands
  • Jökulsárgljúfur 80 km
  • Mývatn 159 km


Gistiaðstaða

Gisting í smáhýsi við bæinn Ytra Áland í Þistilfirði. Ókeypis þráðlaust net. 

Veitingar/máltíðir

Morgunverður er borinn fram á heimili gestgjafa.  Næsta verslun og veitingastaður er á Þórshöfn (20 km). 

 
Þjónusta/afþreying

Gestgjafar leggja áherslu á persónulega þjónustu. Veiðileyfi í ám og vötnum. Fræðasetrið um forystufé [The Leader-sheep Breed Centre] er í 10 km, en þar má fræðast um íslenska forystuféð, einstakan sauðfjárstofn sem finnst hvergi annars staðar í heimunum. Gamla prestssetrið á Sauðanesi, steinhús frá 1879, er opið ferðamönnum á sumrin (28 km). Næsta þéttbýli með verslun, matsölustað, sundlaug (innisundlaug), upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og annarri þjónustu er Þórshöfn (21 km).

 
Njótið náttúrunnar á norðurslóðum

Héruðin á norðausturhorni Íslands, frá Vopnafirði til og með Melrakkasléttu, eru landsvæði sem margir ferðamenn láta undir höfuð leggjast heimsækja. Hér er þó eftir mörgu að slægjast, ekki síst fyrir þá sem hafa ánægju af skoðunarferðum á göngu um óspillta náttúru, heiðardali, fjöll og meðfram strandlengju sem öldur Norður-Atlantshafs hafa mótað á sinn listilega hátt. Þá er gaman að kynnast mannlífi í litlum sjávarþorpum við ströndina eða upplifa stemninguna í eyðibyggðum, njóta kyrrðar með náttúrunni í þessum heimi norðursins sem býr yfir sinni sérstöku fegurð.

 
Fjölbreyttar gönguleiðir – Rauðanes, Langanes

Af gönguleiðum í grennd við Ytra Áland má nefna stikaða leið út á tangann Rauðanes. Þetta er falleg gönguleið, nokkuð auðveld yfirferðar og margt að sjá, m.a. sérstæðar klettamyndanir við odda tangans (Stakka). Langanes, skaginn langi sunnan fjarðarins, er sannkölluð útivistarparadís þar sem eru óteljandi möguleikar til gönguferða og náttúruskoðunar.

 
Langanes, Skoruvíkurbjarg, Skálar

Ferð um útnesið er ógleymanlegt ævintýri. Þar er m.a. Skoruvíkurbjarg, mikið hamrastál þar sem komið hefur verið fyrir útsýnispalli svo að fólk geti virt fyrir sér eitt mesta súluvarp á Íslandi í klettinum „Stóra-karli“. Ágætur akvegur er 14 km út með Langanesi frá Þórshöfn en eftir það hentar vegurinn einungis 4x4 um 22 km leið að Skoruvíkurbjargi. Þaðan má svo aka að Skálum á austanverðu nesinu (8 km), stað við ysta haf þar sem var blómlegt útgerðarþorp á árunum 1910-1946 en stendur nú ekkert eftir til minja um ysinn og þysinn nema bryggjustúfur í fjörunni.


Gestgjafar:  Bjarnveig og Skúli.

 

í nágrenni