Þinghúsið Hraunbær í AðaldalÞinghúsið Hraunbær í Aðaldal

Gistihús í skógarlundi á vesturbakka Laxár í Aðaldal, miðsvæðis á helstu ferðamannaslóðum á Norðaustur-Íslandi. Herbergi með sameiginlegri snyrtingu í fallega endurnýjuðu húsi. Kyrrlátt umhverfi í dalnum og ein frægasta laxveiðiá Íslands hjalar við bakka fyrir utan gluggana. Fjölbreyttir möguleikar til gönguferða og skoðunarferða um héraðið. Opið frá 15. maí til 5. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
  • Eldunaraðstaða

Í nágrenni 

  • Grenjaðarstaður byggðasafn 8 km
  • Veitingastaður 15 km
  • Hvalaskoðun frá Húsavík 25 km
  • Sundlaug, söfn, kaffihús/veitingastaðir í Húsavík
  • Mývatn/Reykjahlíð 41 km (úrval af dagsferðum)
  • Akureyri 75 km

Gistiaðstaða

6x2 manna björt og snyrtileg herbergi með sameiginlegri snyrtingu. Setutofa með sjónvarpi, matstofa og eldhús. Þvottaðaðstaða.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Góð eldunaraðstaða. Kvöldverður í boði ef pantað er fyrirfram. Næstu matvöruverslanir á Húsavík (24 km).

Veitingastaður á sveitahótelinu Rauðuskriðu (13 km). Matsölustaður, opinn á sumrin, í Heiðarbæ í Reykjahverfi (15 km).

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir. Hestaferðir: Garður í Aðaldal (4,5 km) og Saltvík, rétt fyrir sunnan bæinn Húsavík (19 km). Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík (24 km). Fuglaskoðun á bökkum Laxár. Gott byggðasafna á Grenjaðarstað (8 km) og Hvalasafnið á Húsavík. Sundlaugar: Laugar í Reykja¬dal (15 km) og Heiðarbær í Reykjahverfi (13 km). Næsta þéttbýli með verslunum, sundlaug, golfvelli og allri almennri þjónustu: Húsavík (24 km).

 
Náttúruperlur, gönguleiðir, íslenski torfbærinn

Frá Þinghúsinu Hraunbæ liggja leiðir til allra átta um hérað þar sem er að finna margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi, heillandi gönguleiðir og fjölmargt til afþreyingar, fróðleiks og skemmtunar. Skammt frá bænum, á Grenjaðarstað, er gott byggðasafn í reisulegum íslenskum torfbæ frá síðasta áratug 19. aldar (8 km). Frá Laugum (15 km), í næsta dal fyrir vestan, þar sem er góð sundlaug, er aðeins 12 km akstur að Goðafossi, einum fegursta fossi landsins, sjálfsögðum viðkomustað allra ferðamanna á þessum slóðum.

 
Hvalaskoðun, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur

Á Húsavík (24 km) eru í boði daglega hvalaskoðunarsiglingar, sannkölluð ævintýraupplifun í nánd við stærstu spendýr Jarðar. Í bænum er einnig safn um hvali, lifnaðarhætti þeirra og búsvæði. Frá Húsavík eru 65 km til Ásbyrgis og Jökulsársgljúfra, einstakra náttúrufyrirbæra í nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Um svæðið liggja fjölmargar merktar gönguleiðir, miserfiðar, allt frá 30 mín. skemmtigöngu upp í 2ja daga ferðir. Daglegar áætlunarferðir yfir sumarið frá Ásbyrgi í Vesturdal, einn þekktasta staðinn í Jökulsárgljúfrum, og að Dettifossi vestan megin.

 
Furðuveröld Mývatns

Mývatn og næsta umhverfi þess (41 km) eru einn kunnasti ferðamannastaður á Íslandi, hlýleg sveit á bökkum vatnsins þar sem máttugir kraftar í iðrum Jarðar hafa mótað landið í tugþúsundir ára og eru enn að. Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimnuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Lofthelli, Leirhnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Vegir og merktar gönguleiðir liggja að áhugaverðum stöðum og upplýsinga- og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn er í þorpinu Reykjahlíð.

Gestgjafar: Jón og Þórdís

 

í nágrenni