Stöng í Mývatnssveit



Stöng í Mývatnssveit

Gistiheimili bænda á kyrrlátum stað í Mývatnssveit, í 10 mínútna akstur suðvestur frá Mývatni, þar sem eru kunnustu ferðamannaslóðir á Norðaustur Íslandi. Herbergi með og án sérbaðhergis og fjögur smáhýsi fyrir fjóra. Fallegar gönguleiðir í grennd við bæinn. Góð staðsetning til skoðunarferða um töfraheim Mývatnssveitar og til næstu byggða.  Opið frá 1. apríl til 31. október.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Norðurljósaþjónusta
 • Hreint og öruggt

Í nágrenni

 • Gönguleiðir
 • Mývatn 12 km
 • Sundlaug 22 km
 • Reykjahlíð 25 km
 • Golfvöllur 25 km
 • Náttúruböðin Mývatni 28 km
 • Goðafoss 35 km
 • Húsavík 71 km
 • Akureyri 85 km
 • Dettifoss 93 km

Gistiaðstaða

10 herbergi með sérbaðherbergi í álmu við hliðiná bænum.  Inni í aðalhúsinu/bænum eru 11x2 manna, 1x3 manna og 2 fjölskylduherbergi, öll með handlaug og sameiginlegum baðherbergjum. Fjögur smáhýsi fyrir 4-5, hvert með 3 svefnherbergjum, borðstofu með eldhúskrók og verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Gestir hafa afnot af tveimur heitum pottum. 

Hundar eru velkomnir á svæðið.

 
Veitingar/máltíðir

Veitingasalur fyrir allt að 60 manns þar sem morgunverður er borinn fram. Einnig stendur kvöldverður til boða. Hópar geta fengið léttan hádegisverð ef pantað er fyrirfram. Vínveitingar. Morgunverður er ekki innifalinn í verði fyrir gistingu í smáhýsunum.  Eldunaraðstaða á Stöng er aðeins fyrir gesti sem dvelja í sumarhúsunum.

 
Þjónusta/afþreying

Upplýsingamiðstöð og bókunarþjónusta fyrir ferðamenn í Mývatnsstofu í Reykjahlíð (25 km). Hestaleiga og hestaferðir (Safari Hestar) frá Álftagerði (13 km). Hjóla- og gönguferðir með leiðsögn um Mývatnssveit og nágrenni: Hike & Bike í Reykjahlíð (25 km). Jeppaferðir. Fuglaskoðun. Fuglasafn Sigurgeirs, Ytri Neslöndum (19 km). Mývatnsmarkaður, handverksverslun, í Dimmuborgum (25 km), og Dyngjan, handverkshús, í Reykjahlíð. 9 holu golfvöllur skammt frá Reykjahlíð. Sundlaugar: Laugar í Reykjadal (24 km) og Reykjahlíð (25 km). Jarðböðin (36-40°C) við Mývatn (28 km). Næsta þorp með verslunum, veitingastöðum og ýmissi þjónustu: Reykjahlíð (25 km eftir vegi 1, 28 km eftir vegi 848 (Mývatnssveitarvegi). Næsta þéttbýli með verslunum og allri almennri þjónustu: Húsavík (64 km).

 
Velkomin í Mývatnssveit

Mývatnssveit, einhver fegursta, sérstæðasta og fjölbreyttasta náttúrusmíð á norðurhveli Jarðar, er einn vinsælasti ferðamannastaður á Íslandi, hvort sem er að sumri eða vetri. Hér bíður gestkomandi sannkölluð töfraveröld, mótuð af eldsumbrotum í tugþúsundir ára, staður þar sem náttúruöflin eru enn að vinna sitt sköpunarverk. Hér er öllum velkomið að njóta þess sem fyrir augu ber en heimamenn minna gesti á að ganga vel um sveitina sína og spilla ekki viðkvæmu lífríki hennar.

 
Náttúruperlur í Mývatnssveit, gönguleiðir, fuglaskoðun

Af stöðum í Mývatnssveit, sem enginn má láta undir höfuð leggjast að heimsækja, má nefna Dimnuborgir, Hverfjall, Grjótagjá, Skútustaðagíga, Kálfastrandarland, Lofthelli, Leirhnjúk, Kröflu og Hverarönd við Námafjall. Vegir og merktar gönguleiðir liggja að áhugaverðum stöðum, hvort sem ætlunin er að njóta hins sérstæða landslags, skoða einstök náttúrufyrirbæri eða hið fjölskrúðuga plöntu- og fuglalíf. Gestgjafar í Stöng eru reiðubúnir að leiðabeina fólki og við bendum ferðamönnum einnig á upplýsingamiðstöðina í Mývatnsstofu í Reykjahlíð.

 
Stöng – sveitahótel og bændabýli í heiðanna ró

Bærinn Stöng stendur um 13 km í suðvestur frá Mývatni, á friðsælum stað á víðáttumiklum heiðalöndum með fallegu útsýni yfir vel gróið land. Frá bænum er 30 mín. gangur upp á Sandfell (451 m) þaðan sem er gott útsýni yfir sveitina og til suðurs inn á öræfin (í góðu skyggni má sjá Bárðarbungu og jafnvel Hofsjökul). Á Stöng hefur verið búið síðan um miðja 19. öld og rekin ferðaþjónusta síðan 1982. Öll hús á Stöng eru hituð með heitu vatni sem fæst úr borholu á bænum. Á Stöng er jafnframt stundaður hefðbundinn búskapur með kýr, kindur og hænur. Öllum er velkomið að skoða býlið, heilsa upp á hundinn og köttinn og fræðast um lífið á íslenskum bóndabæ.

 
Gestgjafar:
Selma og Aðalsteinn

 

í nágrenni