Fosshóll v/GoðafossFosshóll v/Goðafoss

Gistihús rétt hjá einum fegursta fossi á landinu, Goðafossi, miðsvæðis við þjóðveg 1, mitt á milli Akureyrar, Húsavíkur og Mývatns. Gisting í herbergjum með sérbaði og sameiginlegu baði. Veitingastaður og bar. Tjaldsvæði með salernisaðstöðu. Góð staðsetning til dagsferða til margra af kunnustu náttúruperlum í þessum landshluta. Opið frá 15. maí til 15. september.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Veitingastaður
  • Vínveitingar
  • Máltíðir í boði
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Goðafoss
  • Mývatn 38 km
  • Hvalaskoðun í Húsavík 46 km
  • Akureyri 50 km

Gistiaðstaða

Á gistiheimilinu er 16 tveggja og þriggja manna herbergi með sérbaðherbergi og eru þau staðsett í tveimur húsum. Í íbúðarhúsinu eru fimm herbergi með sameiginlegu baðherbergi (3 á efstu hæðinni og 2 á þeirri neðstu) og eru þau bæði 2ja og 3ja manna herbergi.

Á svæðinu er einnig tjaldsvæði með salernisaðstöðu.

 
Veitingar/máltíðir

Á Fosshóli er veitingastaður með fallegu útsýni í átt að Goðafossi. Salurinn rúmar 50 manns í sæti. Opið alla daga á sumrin frá því árla morguns og fram til kl. 23:30. Vínveitingaleyfi og bar.

 
Þjónusta/afþreying

Verslun, bensínsala, handverksmarkaður og pósthús. Gönguleiðir og útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna í Vaglaskógi (25 km). Hestaferðir: Saltvík ( 42 km). Stangveiði í fjölda veiðivatna í nágrenninu (veiðileyfi hjá landeigendum). Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík (46 km). 9 holu golfvöllur hjá Húsavík (46 km). Næstu sundlaugar á Stóru-Tjörnum (10 km) og Laugum í Reykjadal (12 km). Næstu þéttbýli með verslunum, söfnum og ýmissi almennri þjónustu: Húsavík (46 km) og Akureyri (50 km).

 
Goðafoss – einn af fegurstu fossum á Íslandi

Goðafoss í jökulsánni Skjálfandafljóti er við bæjardyrnar á Fosshóli, örstuttan spöl frá gistihúsinu. Hann er ekki nema 15 metra hár en breiður og vatnsmikill og þykir með fallegustu fossum á Íslandi. Sagt er að höfðingi, sem bjó skammt frá fljótinu, hafi kastað goðamyndum sínum í fossinn þegar kristni var lögtekin á Alþingi Íslendinga árið 1000 og af því hafi fossinn fengið nafn sitt. Fyrir neðan Goðafoss er um 100 metra breitt gljúfur.

 
Fossaniður og seiðmagn öræfanna

Í fremstu drögum dalsins, sem Skjálfandafljót fellur um, Bárðardals, eru þrír tilkomumiklir fossar í fljótinu, Ingvararfoss, Aldeyjarfoss, og Hrafneyjarfoss. Frá fremsta bæ í dalnum, Mýri (36 km), liggur fjallvegur upp á hálendið. Eftir þeim vegi má ganga að Aldeyjarfossi (um 4 km) og þaðan eru aðrir 4 km eftir veginum að Hrafnabjargafossi. Þeir sem eru á vel búnum 4x4 ökutækjum geta að sjálfsögðu ekið í stað þess að ganga, en á göngu gefst betra tækifæri til að njóta heillandi öræfakyrrðar á þessum slóðum.

 
Hvalaskoðun, náttúruperlur við Mývatn, Dettifoss

Fosshóll er neðst í Bárðardal í héraðinu Þingeyjarsveit. Þar er margt að sjá og upplifa. Á Grenjaðarstað er gott byggðasafn í reisulegum íslenskum torfbæ (24 km). Hvalaskoðunarferð frá Húsavík (46 km) er ógleymanlegt ævintýri. Til Mývatns eru 38 km frá Fosshóli. Þar er að finna heimskunnar náttúruperlur eins og hraumyndanir í Dimmuborgum, Hverfjall og bullandi leirhveri í Hverarönd undir Námafjalli. Þaðan eru svo 32 km að Dettifossi og sjálfsagt að bregða sér þangað ef tími er nægur. Að lokum má slaka á fyrir heimferðina í Jarðböðunum við Mývatn.

Gestgjafi: Jóhannes Hinriksson

 

í nágrenni