Draflastaðir í ÞingeyjarsveitDraflastaðir í Þingeyjarsveit

Gistiheimili í friðsælum dal austan við Eyjafjörð, miðsvæðis á vinsælum ferðamannaslóðum á norðanverðu landinu, um 25 km frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Umhverfið er hlýlegt í skjóli fjalla og indælt að slaka á eða njóta náttúrunnar á freistandi gönguleiðum. Draflastaðir eru skammt frá þjóðvegi 1 og hægt að bregða sér þaðan í dagsferðir um Eyjafjörð eða Þingeyjarsveit. Opið frá 1. júní til 10. september.

Veldu dagsetningar
Frá:155 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna
Loading...

Þjónusta

  • Sér baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Heitur pottur
  • Vínveitingar
  • Máltíðir í boði
  • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

  • Akureyri 25 km
  • Goðafoss 27 km
  • Mývatn 64 km
  • Húsavík 125 km

Gistiaðstaða

Herbergin eru öll með sérbaðherbergi og hentar staðurinn vel einstaklingum, fjölskyldum og litlum hópum sem eru á ferðalagi saman. Tilvalinn staður fyrir hópefli og minni ættarmót.

 
Veitingar, eldunaraðstaða

Á Draflastöðum er matsalurinn staðsettur í gömlu útihúsunum og þar er einnig bar með vínveitingum. Morgunverður er í boði, en aðrar máltíðir einnig ef pantað er fyrirfram. Matsalurinn tekur 50 manns í sæti.

 
Þjónusta, afþreying

Heitur pottur er á staðnum. Einnig tjaldsvæði og aðstaða fyrir húsbíla. Næsta sundlaug er hjá Stóru-Tjarnaskóla (5 km); hún er opin 15:00-22:00 á sumrin. Stór og góð sundlaug er á Akureyri (25 km). Golf: Lundsvöllur (9 holur, par 34), fram í Fnjóskadal, fyrir sunnan Vaglaskóg (19 km); Þverárvöllur, skammt frá Akureyri (25 km). Næstu verslanir, veitingastaðir og skemmtistaðir á Akureyri (25 km).

 
Náðugt líf, birkiilmur og gönguleiðir

Draflastaðir eru forn bær og kirkjustaður vestan megin utarlega í dalnum sem kenndur er við Fnjóská, vinsæla veiðiá og lengstu dragá á Íslandi, 115 km. Hér er sumarfagurt á góðum degi, sveitin grösug og lyngbrekkur iðandi af mófuglum. Framar í dalnum er Vaglaskógur (18 km að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn), hlýlegt og vinsælt útivistar- og göngusvæði. Þar opnast heillandi slóðir fyrir vana göngumenn, upp til fjalla eða fram til dala.

 
Aftur í tímann og upp til heiða

Frá Draflastöðum er stutt að aka vestur yfir til Eyjafjarðar. Þar utar á ströndinni, í Laufási, er gott minjasafn í reisulegum íslenskum torfbæ. Frá Laufási er haldið í austur um þröngan dal til Fnjóskadals. Þar sem dalirnir mætast liggur fáfarinn heiðarvegur til norðurs upp í fjöllin, Flateyjardalsheiði. Gaman að rölta þar upp stuttan spöl til að rétta úr fótum eftir ökuferðina og njóta þess að vera einn með landinu. Síðan er ekið fram Fnjóskadal og aftur heim í hlað á Draflastöðum.

 
Náttúruperlur og stórhveli

Að Goðafossi, fossi goðanna, einum fegursta fossi á Íslandi, eru aðeins 27 km frá gistiheimilinu á Draflastöðum. Á Húsavík (70 km) gefst einstakt tækifæri til að komast í kynni við stærstu skepnur Jarðar í hvalaskoðunarferð. Til Mývatns og hinnar sérstæðu veraldar, sem þar hefur mótast í jarðeldum í þúsundir ára, eru 75 km.

 
Gestgjafar: Sigurður og Helga

 

í nágrenni