Pétursborg í HörgárbyggðPétursborg í Hörgárbyggð

Gistiheimili skammt frá sjávarbakka innarlega á vesturströnd Eyjafjarðar, skammt utan við Akureyri. Fallegt útsýni yfir fjörðinn og til fjalla. Gönguleiðir og fjölbreytt fuglalíf. Aðeins 5 mín. akstur til Akureyrar. Góð staðsetning til skoðunarferða um áhugaverða staði við Eyjafjörð og í Mývatnssveit. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Gæludýr leyfð

Í nágrenni

 • Gönguleiðir og fuglaskoðun
 • Hestaferðir 1,5 km
 • Friðlandið Krossanesborgir
 • Akureyri 5 km
 • Hvalaskoðun
 • Sundlaug, golf, söfn og veitingastaðir á Akureyri

Gistiaðstaða

Tvö tveggja manna herbergi með sérbaði eru í litlum sérhúsum við íbúðarhúsið, en auk þess er eitt eins manns herbergi með sérbaði og sérinngangi í íbúðarhúsinu. Ókeypis þráðlaust netsamband er í öllum herbergjum. Gestir hafa aðgang að eldhúsi. Fallegur garður með grilli og heitum potti. Aðgangur að þvottavél.

Gæludýr eru leyfð inni í ákveðnum herbergjum og því mikilvægt að láta vita við bókun ef gæludýr er með í för. Lausaganga hunda er ekki leyfð og þá er ekki í boði að þeir fari inn á sameiginleg svæði.

 
Veitingar/máltíðir

Hægt er að kaupa morgunverðarbakka. Góðar matvöruverslanir, matsölu- og veitingastaðir á Akureyri (5 km).

 
Þjónusta/afþreying

Leiksvæði fyrir börn. Skemmtilegar gönguleiðir. Hestaferðir (1,5 km). Sundlaugar á Akureyri (5 km) og Þelamörk (10 km). 18 holu golfvöllur (Jaðarsvöllur) á Akureyri. Úrval verslana, veitingastaða og skemmtistaða á Akureyri þar sem eru líka áhugaverð söfn og marvísleg þjónusta við ferðamenn. Eitt kunnasta og vinsælasta skíðasvæði á Íslandi er í Hlíðarfjalli, skammt ofan við Akureyri.

 
Akureyri – höfuðstaður Norðurlands

Akureyri er hlýlegur bær í fallegu umhverfi sem gegnir lykilhlutverki á flestum sviðum í þjónustu, atvinnu- og menntamálum í þessum landshluta. Þar er gaman að staldra við, rölta um miðbæinn og kynnast mannlífi og menningu sem eru mun fjölbreyttari og þróttmeiri en ætla mætti að óreyndu á ekki fjölmennari stað. Á Akureyri er Nonnahús, safn á æskuheimili paters Jóns Sveinssonar eða Nonna (1857-1944), höfundar barnabóka sem nutu fádæma vinsælda víða um heim á fyrstu áratugum 20. aldar.

 
Eyjafjarðarsveit – Laufás – Svarfaðardalur - Siglufjörður

Sveitin inn af Eyjafirði, langur, breiður og grösugur dalur milli aflíðandi hlíða og blárra fjallatinda, er blómlegt hérað. Aka má hring um sveitina, fram og út eftir dalnum, og er falleg leið á sólríkum degi. Út með strönd Eyjafjarðar, austan megin, er þekkt byggðasafn í reisulegum íslenskum torfbæ í Laufási (36 km). Sé haldið í norður frá Pétursborg, út með firðinum vestan megin, má t.d. aka hringveginn um Svarfaðardal (38 km), töfrandi dal í faðmi hárra fjalla. Til „síldarbæjarins“ Siglufjarðar, nyrsta þéttbýlis á Tröllaskaga og ferðamannastaðar, sem nýtur stöðugt meiri vinsælda, eru 75 km frá Pétursborg.

 
Mývatnssveit – Goðafoss - hvalaskoðunarferðir

Frá Pétursborg er hæfileg dagsferð að bregða sér austur í næsta hérað og njóta þess að heimsækja margar af kunnustu náttúruperlum Íslands í Mývatnssveit (102 km), t.d. Dimmuborgir, Hverfjall og Námaskarð. Á leiðinni þangað er sjálfsagt að skoða og láta taka myndir af sér við Goðafoss (57 km), einn af kunnustu fossum á Íslandi. Frá Húsavík (48 km frá Goðafossi, 105 km frá Pétursborg) eru í boði hvalaskoðunarferðir, upplifun sem aldrei gleymist.


Gestgjafar:  Andrea og Kristján

 

í nágrenni