Lauftún í SeyluhreppiLauftún í Seyluhreppi

Gisting í íbúðarhúsinu á bænum Lauftúni, á sléttlendinu á bökkum árinnar Húseyjarkvísl, við þjóðveg 1, miðsvæðis í héraðinu Skagafirði. Lauftún hentar vel til skoðunarferða um svæðið þar sem er margt að sjá og upplifa, hvort sem áhuginn beinist að stórbrotinni náttúru, merkum sögustöðum, gönguferðum eða ýmissi afþreyingu. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:11.800 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Hefðbundinn búskapur
 • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

 • Varmahlíð 500 m
 • Flúðasiglingar og hestaferðir í Varmahlíð
 • Sauðárkrókur 28 km
 • Glaumbær 9 km
 • Hólar í Hjaltadal 45 km
 • Vesturfarasetrið í Hofsóso 50 km
 • Sundlaug á Sauðárkróki og Hofsósi
 • Golf á Sauðárkróki

Gistiaðstaða

Gisting er í 5x2 manna herbergjum með sameiginlegu baði. Tjaldsvæði með snyrtingu og eldunaraðstöðu. Aðstaða fyrir tjaldvagna. Heitur pottur er við tjaldsvæðið.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Næsti matsölustaður og verslun í smáþorpinu Varmahlíð (500 m).

 
Þjónusta/afþreying

Flúðasiglingar og hestaleiga í Varmahlíð (500 m). Byggðasafn í gömlum, íslenskum torfbæ, Glaumbær (9 km). Torfkirkja frá 1836 á Víðimýri (3 km). Hólar í Hjaltadal, merkur sögustaður (45 km). Vesturfarasafnið á Hofsósi (50 km). Golf: Hlíðarendavöllur, 9 holu völlur við Sauðárkrók. Sundlaug með heitum potti og lítilli vatnsrennibraut í Varmahlíð (500 m). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, sundlaug og annarri þjónustu: Sauðárkrókur (28 km). Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Varmahlíð (500 m).

 
Skoðunarferðir, gönguferðir, flúðasiglingar

Lauftún stendur á grasi vöxnu sléttlendi í miðju héraðinu. Þaðan er víðsýnt og fjallahringurinn tignarlegur. Fyrir þá sem vilja skoða svæðið á bíl eða njóta náttúrunnar í styttri eða lengri gönguferðum liggja akvegir til allra átta frá bænum. Framar (sunnar) í sveitinni er stórbrotið landsvæði og fagurt, svonefndir Vestur- og Austurdalur sem liggja langt fram í hálendi Íslands. Eftir þeim renna jökulsár og sums staðar í hrikalegum gljúfrum. Þar gefst kostur á flúðasiglingum undir öruggri stjórn þrautþjálfaðra manna.

 
Íslenskur torfbær og torfkirkja

Byggðasafnið í Glaumbæ (9 km) er staður þar sem má fá glögga mynd af húsakynnum og aðbúnaði fólks á íslensku stórbýli á 19. öld. Safnið er í reisulegum og vönduðum torfbæ sem búið var í allt fram undir 1950. Skammt frá Varmahlíð má svo skoða litla íslenska torfkirkju, Víðimýrarkirkju, sem er að stofni til frá 1836.

 
Hólar í Hjaltadal

Hólar í Hjaltadal (45 km) voru biskupssetur 1106-1798, helsta mennta og menningarsetur Norðurlands og þar var t.d. fyrsta prentverk á Íslandi. Á Hólum er steinkirkja, vígð árið 1763, og Auðunarstofa, endurgerð timburstofu sem stóð á Hólum frá 1316 til 1810.

 
Vesturfarasetrið á Hofsósi

Frá vegamótum að Hólum eru 16 km út í þorpið Hofsós. Þar er Vesturfarasetrið, safn um sögu og örlög þeirra Íslendinga sem fluttust til Vesturheims á s.hl. 19. aldar. Á Hofsós er einnig sundlaug fremst á sjávarbakka með hrífandi útsýni til hafs og til eyjanna sem setja svo mikinn svip á fjörðinn.

Gestgjafi: Inda

 

í nágrenni