Keldudalur í HegranesiKeldudalur í Hegranesi

Gisting í tveggja hæða gestahúsi og íbúðarhúsi á sveitabæ fyrir miðju héraði í Skagafirði á Norðulandi. Í Keldudal hefur verið búið samfellt frá því um eða skömmu eftir landnám á 9. öld. Þar er enn rekinn fjölbreyttur búskapur. Frá bænum er víðsýnt um héraðið, gönguleiðir og golfvöllur í nágrenninu og stutt að aka til ýmissa vinsælustu ferðamannastaða í Skagafirði. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:14.042 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Sveitastörf, gönguleiðir, og fuglaskoðun
 • Hestaleiga 14 km
 • Sauðárkrókur 14 km
 • Golfvöllur á Sauðárkróki
 • Skíðasvæðið Tindastóll 29 km
 • Glaumbær 30 km
 • Daglegar siglingar í Drangey frá Reykjum yfir sumartímann kl.11
 • Hólar 30 km
 • Flúðasiglingar 40 km

Gistiaðstaða

Í Keldudal eru þrjár íbúðir til leigu í tveimur húsum; Gestahús og Leifshús.

Gestahús er á tveimur hæðum og er hægt að leigja hvora hæð fyrir sig eða báðar saman. Á báðum hæðum er sér inngangur og baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni eru tvö tveggja manna herbergi með tvíbreiðum rúmum og svefnloft. Stofa og eldhúskrókur, sjónvarp með DVD, útvarp, þvottavél, verönd með garðhúsgögnum og kolagrill. Á neðri hæðinni er íbúð með tveimur herbergjum, þ.e. hjónarúm og setukrókur í öðru rýminu og koja og eldunaraðstaða í hinu rýminu. Frítt þráðlaust netsamband er á efri hæðinni.

Leifshús er tveggja hæða 135 m2 íbúðarhús sem er leigt út sem sumarhús. Á neðri hæð er eldhús með eldhúskrók, borðstofa, tvö tveggja manna herbergi og tvö baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni er eitt fjögurra manna herbergi og mjög stór stofa með sófasetti, svefnsófum og sjónvarpi. Þvottavél, verönd með garðhúsgögnum, kolagrill og heitur pottur er við Leifshús.

 
Afþreying og þjónusta

Gestum er velkomið að fylgjast með bústörfum í Keldudal. Góðar gönguleiðir í nágrenninu og tækifæri til fuglaskoðunar. Á Sauðárkróki (14 km), aðalverslunar- og þjónustumiðstöð héraðsins, er næsta hestaleiga og 9 holu golfvöllur. Á sumrin kl. 11 eru daglegar siglingar í Drangey frá Reykjum. Á veturna er hægt að fara á skíði í Tindastól (29 km), fjallinu fyrir norðan Sauðárkrók. Næstu verslanir og öll önnur almenn þjónusta á Sauðárkróki (14 km). Á sumrin eru í boði flúðasiglingar við flestra hæfi á Jökulsá vestari, fremst í Skagafirði.

 
Sveitastemning á fallegum slóðum

Keldudalur er sunnarlega á á lágum en breiðum klettaás, Hegranesi, sem klýfur láglendið fyrir botni Skagafjarðar. Hér er hlýlegt umhverfi og kjörið land til gönguferða. Frá bænum er fagurt útsýni til fjalla og staðurinn áhugaverður fyrir fuglaskoðnarfólk. Gestum býðst að koma í fjósið og fylgjast með mjöltum.

 
Biskupar og Ameríkufarar

Hólar í Hjaltadal eru einn af merkustu sögu- og menningarstöðum á Íslandi (30 km frá Keldudal), biskupssetur fyrir norðanvert Ísland og skóli fyrir prestsefni frá 1106 til 1798. Þar stendur elsta steinkirkja landsins, vígð 1763. Í Hofsós, þorpi út með firðinum að austan, er fróðlegt safn um Íslendinga sem fluttust búferlum til Vesturheims á s.hl. 19. aldar, Vesturfarasetur. Í Hofsós er einnig sundlaug með einstöku útsýni yfir fjörðinn.

 
Byggðasafn og bláir dalir

Í Glaumbæ (30 km frá Keldudal) er byggðasafn Skagafjarðar í stórum íslenskum torfbæ eins og þeir gerðust reisulegastir á s.hl. 19. aldar. Hér gefst tækifæri til að komast í snertingu við mannlíf á Íslandi eins og það var áður en nútíminn gekk í garð. Sé ekið lengra fram sveitina (í suður) er komið í framsveitir Skagafjarðar sem eru heillandi heimur fyrir útvistarfólk og náttúruunnendur.


Gestgjafar: Guðrún og Þórarinn

 

í nágrenni