Geitaskarð í LangadalGeitaskarð í Langadal

Gisting á íslenskum sveitabæ eins og þeir gerðust reisulegastir á fyrri hluta 20. aldar. Geitaskarð er við þjóðveg nr. 1 í Langadal, austast í Húnaþingi, um 15 mín. akstur frá þorpinu Blönduósi. Góðar gönguleiðir. Vegir liggja til allra átta til skoðunarferða í hálfs- eða heilsdagsferðum um Húnaþing og næsta hérað fyrir austan, Skagafjörð. 

Opið: 1. júní – 1. nóv.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Rjúpnaveiði
 • Blönduós 11 km
 • Veitingastaður, golf og sundlaug á Blönduósi
 • Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
 • Laxasetur Íslands á Blönduósi
 • Þingeyrarkirkja 36 km

Gistiaðstaða

Herbergi með sameiginlegu baði í íbúðarhúsinu á Geitaskarði, steinhúsi sem var reist árið 1910 og er eitt af elstu steinhúsum í sveit á Íslandi. Þrjú tveggja manna og eitt fjögurra manna herbergi. Borð- og setustofur með húsbúnaði og yfirbragði eins og tíðkaðist á betur efnuðum sveitaheimilum fram undir miðja síðustu öld.

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Matsölu- og veitingastaðir á Blönduósi (10 km).

 
Þjónusta/afþreying

Margar fallegar gönguleiðir er að finna á svæðinu. Þær eru flestar ómerktar en leiða þig um fallega náttúru svæðisins.. Gæsa- og rjúpnaveiði á haustmánuðum. Fjár- og stóðréttir í september og byrjun október (Stafnsrétt 40 km). Sundlaug á Blönduósi (11 km). 9 holu golfvöllur, par 35, hjá Blönduósi (12 km). Næsta þéttbýli með verslunum, matsölustöðum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Blönduós (11 km).

 
Griðastaður í þjóðleið, Kjalvegur, göngur og réttir

Geitaskarð snýr móti suðvestri undir hlíðum fjalla sem skilja á milli Langadals og eyðibyggðar í Laxárdal. Fram undan bænum streymir jökulfljótið Blanda eftir langa ferð frá Hofsjökli inni á miðhálendi Íslands. Þjóðvegur nr. 1 liggur fram dalinn og síðan yfir Stóra-Vatnsskarð til Skagafjarðar. Langidalur skiptist fremst í tvo dali, Blöndudal og Svartárdal. Upp úr Blöndudal liggur vegurinn yfir Kjöl, fjölfarnasta akveg að sumarlagi yfir miðhálendi Íslands (157 km milli byggða). Fremst í Svartárdal er Stafnsrétt (40 km), ein kunnasta rétt á Íslandi, þar sem flestum er ógleymanlegt að vera í fjár- eða stóðréttum á haustin.

 
Áhugaverðar gönguleiðir – friðsæld í fjalladal

Á þessum slóðum má finna margar áhugaverðar göngu¬leiðir. Fyrir ofan bæinn er gönguleið upp í Skarðsskarð yfir í Laxárdal (300 m af jafnsléttu og 7-8 km á milli dalanna). Önnur skörð í fjallið, sem henta einnig til gönguferða yfir í Laxárdal, eru t.d. Strjúgsskarð og Auðólfsstaðaskarð, bæði framar í Langadal. Laxárdalur er einstæður heimur, grösugur og sumarfagur, þar sem ekkert rýfur kyrrðina nema niður í ám og lækjum og fuglasöngur. Um miðja 19. öld voru í dalnum 26 býli og bjuggu þar um 300 manns. 100 árum síðar voru allir bæirnir nema einn komnir í eyði.

 
Handiðnir, hafís og útilegumenn

Blönduós (11 km) er þjónustumiðstöð héraðsins, lítill bær við ósa Blöndu. Þar eru m.a. áhugaverð söfn, t.d. Heimilisiðnaðarsafnið, hið eina sinnar tegundar á landinu, og Hafíssetrið, fræðslu- og rannsóknasetur. Á Blönduósi er einnig Eyvindarstofa, veitingastaður kenndur við einn kunnasta útilegumann í sögu Íslendinga á síðari öldum; þar eru gestir leiddir inn í endurgerðan heim útilegumanna með innréttingum og tihögun við framreiðslu á mat og drykk.

Gestgjafar: Ásgerður og Ágúst

 

í nágrenni