Stóra-Giljá á ÁsumStóra-Giljá á Ásum

Tvö sumarhús, bæði með tveimur svefnherbergjum; Kvíaból 1 (46m2) og Kvíaból 2 (36m2).  Í báðum húsum eru tvö svefnherbergi og svefnloft er í stærra húsinu.  Setu- og borðstofa, eldhúskrókur og baðherbergi. Verönd með heitum potti og garðhúsgögnum. Sjónvarp í báðum húsunum. Móttaka heim á bæ. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:14.000 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Heitur pottur
 • Sjónvarp
 • Eldunaraðstaða

Í nágrenni

 • Þrístapar 8 km
 • Þingeyrarkirkja 12 km
 • Blönduós 13 km
 • Laxasetur Íslands 13 km
 • Heimilisiðnaðarsafnið 13 km
 • Veitingastaður og sundlaug 13 km

Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Vel búin eldunaraðstaða í báðum húsunum. Næstu verslanir og matsölustaðir eru á Blönduósi (12 km).

 
Þjónusta/afþreying

Hentugur dvalarstaður til skoðunarferða um héraðið og ágætis gönguleiðir í nágrenninu. Sundlaugar á Húnavöllum (8 km) og Blönduósi (12 km). 9 holu golfvöllur, par 35, hjá Blönduósi. Hestaferðir: Gauksmýri (36 km). Næsta þéttbýli með verslunum, matsölustöðum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Blönduós (12 km).

 
Upphaf kristni á Íslandi

Stóra-Giljá er merkur staður í sögu Íslendinga því að hér fæddist Þorvaldur víðförli, fyrsti íslenski kristniboðinn sem vitað er um. Hann kom hingað árið 980 til að boða hinn nýja sið. Þetta ár mun allt heimafólk hafa tekið skírn á Stóru-Giljá, 20 árum áður en kristni var lögtekin á Alþingi Íslendinga. Minnismerki um þennan atburð er skammt frá sumarhúsunum. Sagt er að Þorvaldur hafi borið beinin í Kiev í Úkraínu.

 
Fossaniður í Giljárgili

Upp með Giljárgili, þar sem áin fellur sem bærinn er kenndur við, er merkt gönguleið. Þar eru skjólsælir og fallegir staðir þar sem hægt er að una sér við hjalandi fossanið. Frá bænum er víðsýnt um Húnaþing, inn til landsins og til Stranda í norðri.

 
Þingeyrar – menningarsetur á miðöldum

Gegnt Stóru-Giljá, hinum megin vatnið Húnavatn, eru Þingeyrar, annar merkur staður í sögu Íslendinga (13 km). Þar var stofnað klaustur árið 1133 sem varð miðstöð menningar og bókagerðar í héraðinu. Þaðan hafa varðveist nokkur handrit og talið er að þar hafi verið samdar nokkrar Íslendingasögur og sögur Noregskonunga. Á Þingeyrum er steinhlaðin kirkja, reist á árunum 1864-1877. Hún er opin almenningi á sumrin. Við kirkjuna er þjónustuhús, Klausturstofa, sýning um staðinn og lítið kaffihús.

 
Síðasti aftökustaður á Íslandi

Suður af Stóru-Giljá er Vatnsdalur. Í mynni hans eru Vatnsdalshólar, mikið framhlaup úr fjallinu austan dalsins, eitt af þrennu sem sagt er vera óteljandi á Íslandi. Vestast í hólunum eru Þrístapar, síðasti aftökustaður á Íslandi (12. jan. 1830).

 
Handverk, hafís og útilegumenn

Blönduós (12 km) er þjónustumiðstöð héraðsins, lítill bær við ósa jökulfljótsins Blöndu. Þar eru m.a.áhugaverð söfn, t.d. Heimilisiðnaðarsafnið, hið eina sinnar tegundar á landinu, og Hafíssetrið. Á Blönduósi er Eyvindarstofa, veitingastaður þar sem gestir eru leiddir inn í heim útilegumanna fyrr á öldum.

Gestgjafar: Sigurveig og Sigmar

 

í nágrenni