Gauksmýri í HúnaþingiGauksmýri í Húnaþingi

Sveitasetur í Húnaþingi, á milli Miðfjarðar og Víðidals, þar sem íslenska hestinum er gert hátt undir höfði og í boði eru hestaferðir, reiðnámskeið og efnt er til hestasýninga. Gisting fyrir 54 gesti í fallega innréttuðum herbergjum með sér eða sameiginlegu baði. Hestaferðir og grillhlaðborð á hverjum degi á sumrin. Fuglaskoðun og silungsveiði. Opið frá 4. janúar til 22. desember.

Veldu dagsetningar
Frá:63 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Fuglaskoðun
 • Hvammstangi 8 km
 • Selasetur Íslands á Hvammstanga
 • Sundlaug Hvammstanga
 • Kolugljúfur 14 km
 • Hvítserkur 34 km

Gistiaðstaða

Gisting fyrir allt að 54 manns í vel búnum og smekklega skreyttum herbergjum með sérbaði eða sameiginlegu baðherbergi. 20 herbergi eru með sérbaði og 5 herbergi deila tveimur baðherbergjum, þar af er eitt fjögurra manna herbergi. Hugguleg setustofa með sjónvarpi, bókum um fugla og hesta. Frítt netsamband er í öllu húsinu.

 
Veitingar/máltíðir

Á sumrin (1. júní - 15. september) er starfræktur veitingastaður á Gauksmýri og mikill metnaður er lagður í veitingarnar sem meðal annars státa af grænmeti úr gróðurhúsi staðarins og heimabökuðu brauði. á sumrin er boðið upp á morgunmat, hádegismat, kvöldverð og daglegt grillhlaðborð. Á veturna er aðeins hægt að panta máltíðir fyrir hópa. Á veturna er gestum bent á veitingastaðinn Sjávarborg á Hvammstanga, sem er í eigu gestgjafanna á Gauksmýri.

 
Þjónusta/afþreying

Á Gauksmýri er rekin hestamiðstöð. Hestaleigan er opin allt árið og farið er í hestaferðir fjórum sinnum á dag yfir sumarmánuðina. Í október á hverju ári gefst kostur á að fara í lengri hestaferð í stóðréttirnar í Víðidal. Einnig eru í boði hestasýningar fyrir hópa, bæði innan- og utandyra, þar sem fólk fræðist um gangtegundir íslenska hestsins og fær að lokinni sýningu að skoða hesthúsin. Á veturna eru í boði reiðnámskeið fyrir gesti sem dveljast á hótelinu.

Við Gauksmýrartjörn hafa sést um 35 tegundir fugla, m.a. flórgoði. Við tjörnina er aðstaða til fuglaskoðunar fyrir áhugafólk um fugla þar sem eru til reiðu sjónaukar og bækur um íslenska fugla. Að tjörninni eru göngustígur sem er greiðfær á hjólastól. Gönguleiðir í nágrenninu og í fjalllendinu áVatnsnesi. Næsta þéttbýli með sundlaug, verslunum og ýmissi þjónustu við ferðamenn: Hvammstangi (8 km).

 
Staður sem býður ykkur velkomin

Sveitahótelið Gauksmýri stendur í svonefndum Línakradal í vestanverðu Húnaþingi, rétt við hringveginn nr.1. Línakradalur er grösugur og mýrlendur. Norðan dalsins rísa syðstu fjöll á Vatnsnesi en í suðri eru Reykjabunga og Bessaborg. Nafn dalsins er dregið af því að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar var ræktaður hör á þessum slóðum. Gestgjafar á Gauksmýri leggja áherslu á virka umhverfisstefnu og náttúruvernd.

 
Áhugaverðir staðir í næsta nágrenni

Gauksmýri er tilvalinn gististaður fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða sig um í Húnaþingi, sögustaði og náttúruperlur í héraðinu. Af áhugaverðum stöðum í nágrenninu má nefna Selasetrið á Hvammstanga, klettinn Hvítserk, Borgarvirki þaðan sem er gott útsýni yfir sveitirnar. Kolugljúfur í Víðidal er djúpt og allhrikalegt gljúfur þar sem Víðidalsá steypist niður í mörgum fossum. Skammt er svo að aka að Þingeyrum og vel þess virði í leiðinni að skoða Vatnsdalshóla og bregða sér fram í Vatnsdal.

 
Selaskoðun

Á Vatnsnesi er að finna allfjölbreytt dýralíf og þar eru stærstu og aðgengilegustu staðirnir til selaskoðunar á Íslandi. Hér er hægt að fylgjast með landselnum í návígi. Sérstök aðstaða til selaskoðunar er á Illugastöðum, Svalbarði og Ósum. Í Selasetrinu á Hvammstanga má fræðast um selategundir, sem lifa í Norður-Atlantshafi, og fá upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við selaskoðun. Vegurinn í kringum Vatnsnes er um 90 km malarvegur sem yfirleitt er fær allan ársins hring.

 

í nágrenni