Neðra-Vatnshorn í HúnaþingiNeðra-Vatnshorn í Húnaþingi

Íbúðagisting fyrir allt að 7 manns í gamla húsinu á bænum sem stendur skammt frá litlu stöðuvatni austan undir suðurhlíðum fjalllendis á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Góðar gönguleiðir. Tækifæri til að kynnast búskap á íslenskum sveitabæ, sauðburði á vorin og réttum á haustin. Stutt að aka á ýmsa kunna ferðamannastaði í héraðinu.

Opið frá 13. apríl til 30. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Bústaður
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Hleðslustöð
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Hestaleiga 4 km
 • Kolagljúfur 11 km
 • Hvammstangi 12 km
 • Selasetur Íslands Hvammstanga
 • Hvítserkur 31 km

Gistiaðstaða

Þriggja herbergja íbúð fyrir allt að 7 manns í gamla húsinu á bænum; 1x hjónaherbergi, 1x 2ja manna herbergi með 2 rúmum og 1x fjölskylduherbergi (2 rúm og svefnsófi). Handlaug er inni á öllum herbergjum. Hægt að fá barnarúm að láni. Setustofa, 1 baðherbergi með sturtu og eldhús (með ísskápi, eldavél og örbylgjuofni). Verönd með garðhúsgögnum. Hægt að fá afnot af grilli.

Inntékk:  kl. 16-22. Gestir eru beðnir um að hafa samband við Andreu gestgjafa fyrirfram ef komutími er utan tilgreinds tíma.

Þjónusta

Gestum er velkomið að fylgjast með ábúendum að störfum. Heimafólk er reiðubúið að sýna útihús og vélar og svara spurningum um búskapinn. Nokkrir hestar eru á bænum til sýnis fyrir börn, merar með folöld á vorin. Sérstakir viðburðir eru sauðburður í maí, göngur og réttir í f.hl. september (Hamarsrétt á Vatnsnesi) og stóðréttir síðustu helgina í sept. og fyrstu helgina í okt. Kvöldgöngur með leiðsögn. Gönguferðir (dagsferðir) með leiðsögn, ef óskað er, um fjallendið í grennd við bæinn eða niður að vatni (lágm.þáttt. 3). Hægt að fá göngustafi og gönguleiðakort að láni. Silungsveiði í ám og vötnum í nágrenninu. Silungsveiði í á sem tilheyrir jörðinni; veiðileyfi seld á bænum. 

Afþreying

Hestaleiga (4 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, verslunum, banka og annarri almennri þjónustu: Hvammstangi (12 km).

Fjallaslóðir og gönguskór

Neðra-Vatnshorn stendur skammt frá þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um Línakradal á milli Miðfjarðar og Víðidals í héraðinu Húnaþingi. Norðan dalsins er syðsti hluti fjalla á Vatnsnesi, ákjósanlegt göngusvæði fyrir sæmilega vana göngumenn. Frá bænum Grund í Vesturhópi (11 km) er merkt gönguleið yfir fjöllin til þorpsins Hvammstanga (11 km).

Vatnsnes – selaskoðun – náttúruperlur

Skammt frá bænum eru vegamót þar sem komið er inn á veg 711, hringveg (90 km) um Vatnsnes. Við Vatnsnes eru ein aðgengilegustu og stærstu selalátur á Íslandi. Hjá bæjunum Ósum, austan megin á nesinu (30 km frá Neðra-Vatnshorni), og Illugastöðum og Svalbarði, vestan megin, er góð aðstaða til selaskoðunar. Í fjörunni undan Ósum er Hvítserkur, sérstæður klettastapi og eitt vinsælasta myndefnið á norðanverðu Íslandi. Að loknum ánægjulegum kynnum af selum í náttúrulegu umhverfi sínu, má fræðast um þá og selveiðar á Íslandi í Selasetri Íslands á Hvammstanga.

Áhugaverðir staðir á næstu grösum

Borgarvirki er 177 m hár gosstapi, einstök náttúrsmíð sem ber auk þess menjar um menn hafi bætt um betur á miðöldum þegar klettaborgin var notuð sem virki og varðturn. Þaðan er mikið útsýni yfir héraðið. Í Víðidal eru Kolugljúfur, 1 km löng og um 20-25 m djúp þar sem Víðidalsá fellur í glæsilegum fossum. Brú er yfir ána hjá gljúfrunum. Í Vatnsdal eru Vatnsdalshólar, eitt af þrennu sem talið er óteljandi á Íslandi. Fremst í Vatnsdal fellur Vatnsdalsá niður af heiðum í stórfenglegu gljúfri og mörgum fossum. Merkt gönguleið er meðfram Vatnsdalsárgili frá bænum Forsæludal að fossinum Skínanda.

Gestgjafar: Andrea og Rúnar

 

í nágrenni