Kirkjuból í BjarnardalKirkjuból í Bjarnardal

Kirkjuból er hlýlegt gistiheimili á sveitabæ í grænu túni í faðmi fjalla við Önundarfjörð, einn af vestfirsku fjörðunum, aðeins 15 mín. akstur frá höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Þessi hluti af Íslandi er á vissan hátt heimur út af fyrir sig þar sem ósnortin náttúra, gamlar götur, eyðibýli og kjarnmikið mannlíf í sveitum og sjávarplássum gefa ferðamönnum færi á að kynnast Íslandi eins og það var – og eins og það er. Opið frá 1. júní til 7. september. 

Veldu dagsetningar
Frá:14.915 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Gönguleiðir
 • Flareyri 11 km
 • Ísafjörður 23 km
 • Sundlaug, veitingastaðir og söfn á Ísafirði

Gistiaðstaða

Á Kirkjubóli, sem var áður bændabýli, er lítið og heimilislegt gistiheimili með 5 herbergjum með og án sérbaðs. Hægt er að bæta við aukarúmi. Gestir hafa aðgang að eldhúsi og setustofu með sjónvarpi.

Þjónusta

Með gistingu fylgir morgunverður og hægt er að fá aðrar máltíðir og nestispakka ef þess er óskað. Á gistiheimilinu er eldunaraðstaða fyrir gesti og þeim býðst að efna til grillveislu að loknum góðum degi.
Gestgjafar veita leiðbeiningar um helstu gönguleiðir í nágrenninu og eru reiðubúnir að sækja göngufólk þegar komið er til byggða í öðrum fjörðum. Gistiheimilið er að jafnaði opið frá júníbyrjun til mánaðamóta ágúst (september). Utan þess tíma er hægt að bóka gistingu fyrir hópa, eða leigja húsið í heild sinni í viku eða helgarleigu. Ókeypis þráðlaus nettenging í öllum herbergjum.

Afþreying

Næstu þéttbýli með verslun og allri almennri þjónustu við ferðamenn er Flateyri (11 km) og Ísafjörður (23 km).

Frjálst er í fjallasal

Kirkjuból er freistandi staður fyrir göngu- og fjallafólk. Í sveitinni má víða leggja land undir fót, hvort sem er á láglendi eða upp í mót á tinda fjallanna sem setja svip sinn á umhverfið. Eins má ganga yfir fjallaskörð til næstu fjarða.

Fuglar, selir og kajakar

Hér er margt að sjá fyrir fuglaskoðara. Við Kirkjuból er mikið fuglalíf og á leirunum fyrir botni Önundarfjarðar eru kjöraðstæður fyrir vaðfugla. Norðan við fjörðinn er sjávarþorpið Flateyri, 11 km frá Kirkjubóli. Þar er Grænhöfði kajakleiga sem býður kajaksiglinar um fjörðinn, fyrir byrjendur eða lengra komna. Á lognkyrrum sumardegi eða kyrrlátu sumarkvöldi eiga selir það til að slást í hóp með ræðurum.

Dynjandi, Ísafjörður, Vigur

Frá Kirkjubóli er hentugt að aka í dagsferðir um nærliggjandi firði til að njóta stórbrotins landslags og sjá náttúruperlur eins og fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Til höfuðstaðar Vestfjarða, Ísafjarðar, er aðeins 15 mín. akstur frá Kirkjubóli (um Vestfjarðagöng). Á Ísafirði eru veitingastaðir, verslanir, byggðasafn og sundlaug. Frá Ísafirði eru í boði daglegar siglingar og skoðunarferðir til eyjarinnar Vigur í Ísafjarðardjúpi.

 
Gestgjafar: Fríða og Guðmundur

 

í nágrenni