Hjalli - Kaffi KjósHjalli - Kaffi Kjós

Notalegt kaffihús og veislusalur sem hentar vel til veisluhalda eða undir fundi eða aðrar samkomur. Staðsett skammt frá litlu stöðuvatni í sveitinni Kjós við Hvalfjörð á Suðvesturlandi, í um 40 mín. akstursfjarlægð frá höfuðborginni Reykjavík. Notalegur staður í fallegum dal á vinsælum útivistarslóðum höfuðborgarbúa. Áhugaverðar gönguleiðir til fjalla, meðfram fjarðarströndinni eða inn til dala. Fjölskrúðugt fuglalíf.

Opið frá 1. apríl til 30. sept.  

  , 11
Veldu dagsetningar
Frá:0 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Hefðbundinn búskapur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Máltíðir ef bókað er fyrirfram
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Tjaldsvæði

Í nágrenni

 • Esja
 • Staupasteinn 10 km
 • Þórufoss 15 km
 • Fossinn Glymur 25 km
 • Þingvellir 34 km
 • Reykjavík 50 km

Aðstaða

Kaffi Kjós er í göngufæri við bæinn Hjalla. Þar geta gestir fengið hressingu eða máltíðir í heimilislegu og fjölskylduvænu umhverfi og notið um leið útsýnis yfir stöðuvatnið, Meðalfellsvatn. Kaffihúsið er opið yfir sumarmánuðina.
Í Kaffi Kjós er rekið á sumrin lítið „sveitakaupfélag“ þar sem hægt er að fá helstu nauðsynjar, lambakjöt frá Hjalla og handverk eftir hagleiksfólk í sveitinni. Leiksvæði fyrir börn. Tjaldstæði með salernis- og sturtuaðstöðu. Búskapur: hestar, sauðfé og hundar.

Hlaðan á Hjalla hefur verið innréttuð fyrir fundi og mannamót. Góður pallur fyrir utan og hægt að fá afnot af kolagrilli. Einnig er hægt að fá leigt gasgrill og borðbúnað. 

 
Afþreying

Hestaferðir. Gönguleiðir. Næsta sundlaug í íþróttamiðstöðinni á Kjalarnesi (Grundarhverfi í Reykjavík) (23 km). Til höfuðborgarsvæðisins eru 50 km.

 
Indælar stundir við vatnið í dalnum

Kjós er grösug og blómleg sveit í allbreiðum dal sem gengur inn frá Hvalfirði norðan við borgarfjall Reykjavíkur, Esju. Fellið sunnan við bæinn Hjalla, Meðalfell, skiptir sveitinni í tvennt. Undir því er Meðalfellsvatn þar sem höfuðborgarbúar hafa margir reist sér sumarhús. Gegnt Hjalla og hinum megin við fjallið rísa norðurhlíðar Esju, stór-skornar og víða hömrum girtar; þær freista fjallgöngufólks en vissara er að njóta leiðsagnar kunnugra og fara að öllu með gát.

 
Falleg leið til Þjóðgarðsins á Þingvöllum

Sé haldið innar í Kjós frá Hjalla taka við kjarri grónar hlíðar þar sem einnig er sumarhúsabyggð. Hér liggur þjóðvegur inn dalinn og um Kjósarskarð til Þjóðgarðsins á Þingvöllum (34 km). Laxá í Kjós, ein af kunnari laxveiðiám landsins, rennur hér rétt við veginn í skarðinu og þar er fallegur foss í ánni, Þórufoss (15 km).

 
Hvalfjörður og næsthæsti foss á Íslandi

Náttúrufegurð er mikil við Hvalfjörð. Hann er um 30 km langur frá fjarðarmynni inn í botn og víða tilefni til þess að staldra við og njóta þess á göngu sem fyrir augu ber. Fuglalíf er fjölskrúðugt, víða leynast dýrmætar útivistarperlur og heillandi gönguleiðir um dali og fjöll. Fossinn Glymur, næsthæsti foss á Íslandi (198 m), er í djúpu gili í hlíðum upp af Botnsdal, innst í Hvalfirði (25 km). Falleg gönguleið er upp úr dalnum og upp með gilinu, vestan megin, að fossbrúninni.

 
Gestgjafar: Birna og Hermann

 

í nágrenni