Lónsá við AkureyriLónsá við Akureyri

Gistiheimili í útjaðri Akureyrar innst við Eyjafjörð. Gisting í 12 herbergjum sem deila baðherbergjum og tjaldsvæði. Aðeins 2ja mín. akstur í miðbæ Akureyrar, 6 km á næsta golfvöll og 10 mín. akstur að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Stutt í alla þjónustu og margvíslega afþreyingu. Gönguleiðir í nágrenni bæjarins. Hentugur staður til skoðunarferða um miðbik Norðurlands. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:8.862 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir
 • Gæludýr leyfð
 • Tjaldsvæði

Í nágrenni

 • Akureyri 3 km - veitingastaðir, sundlaug, hvalaskoðun, golf og söfn
 • Golf á Jaðarsvelli 6 km
 • Gásir 9 km
 • Hlíðarfjall skíðasvæði 8,5 km

Gistiaðstaða

Heimilisleg gisting á Lónsá í herbergjum sem deila baðherbergi.  Herbergin rúma allt frá einum upp í fjóra gesti og eru þau í tveimur húsum þar sem í hvoru húsi eru tvö baðherbergi (aðalbyggingu og Langhúsi). Í báðum húsum er setustofa og eldhús. Stór verönd með garðhúsgögnum er í aðalbyggingunni sem er staðsett við bakka lækjarins sem rennur rétt við gistiheimilið.

Rúmgott tjaldsvæði fyrir tjöld, hjólhýsi, fellhýsi og tjaldvagna. Á tjaldsvæðinu er hægt að komast í rafmagn, góð salernisaðstaða, heitt og kalt vatn, uppvöskunar og nestis aðstaða. Lónsá tjaldsvæði er staðsett við hliðin á Gistiheimili Lónsá og hjá Húsasmiðjunni.

Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu og eftir nánara samkomulagi á gististaðnum. 

 
Veitingar/máltíðir

Gestir sjá um allar máltíðir og matseld sjálfir. Stórar matvöruverslanir og allmargir skyndibita-, matsölu- og veitingastaðir á Akureyri (2 mín. akstur, 40 mín. gangur í miðbæinn).

 
Þjónusta/afþreying

Gönguleiðir um dali, hlíðar og fjöll ofan við bæinn eða um fólkvanginn í Krossanesborgum (1 km). Útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna með leiksvæðum og fjölda leiktækja í Kjarnaskógi (9 km). Hestaleigur er á þremur stöðum í nágrenni bæjarins (Hestaleigan Kátur, Pólar Hestar og Hestaleigan Skjaldarvík). Hvalaskoðunarferðir frá Akureyri, Hauganesi og Dalvík. Skipulagðar skoðunarferðir um Akureyri, Eyjafjörð og næstu sveitir á Norðurlandi. Skíða- og snjóbrettasvæði, vinsælasti skíðastaður á Íslandi, í Hlíðarfjalli (8,5 km frá Lónsá). Vélsleðaferðir. 18 holu golfvöllur, Jaðarsvöllur (6 km). Sundlaug í miðbæ Akureyrar, verslanir, veitingastaðir, skemmtistaðir, krár, kaffihús, söfn og ýmis önnur afþreying og þjónusta við ferðamenn á Akureyri.

 
Velkomin til Akureyrar

Akureyri, fjölmennasti bær utan höfuðborgarsvæðisins á Íslandi, er stundum nefnd „höfuðstaður Norðurlands“. Bærinn er miðstöð atvinnu-, efnahags- og menningarlífs í landshlutanum og þar er aðsetur ýmissa opinberra stofnana og skóla, t.d. háskóla. Akureyri er einnig miðstöð ferðaþjónustu á Norðurlandi og laðar til sín fjölda gesta og ferðamanna jafnt sumar sem vetur. Bærinn er hlýlegur, í fallegu umhverfi við botn Eyjafjarðar og mann¬lífið mun fjölbreyttara og þróttmeira en ætla mætti að óreyndu á ekki fjölmennari stað á evrópskan mælikvarða.

 
Gamli bærinn, söfn og listagallerí

Á Akureyri eru ýmis söfn, listgagallerí og handverksverslanir sem áhugavert er að heimsækja. Einnig er indælt að rölta um miðbæinn og götur í elstu hverfunum, t.d. í „Innbænum“, sem svo er nefndur; þar eru elstu hús bæjarins, flest byggð á 19.öld og mörg þeirra friðuð. Þar er Minjasafn Akureyrar og einnig Nonnahús (frá 1849), safn á æskuheimili paters Jóns Sveinssonar eða Nonna (1857-1944), höfundar barnabóka sem nutu fádæma vinsælda víða um heim á fyrstu áratugum 20. aldar.

 
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli – gengið á Súlur

Útivistarfólk og skíðaáhugamenn eiga góðar minningar frá Akureyri. Rétt ofan við bæinn er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, eitt vinsælasta skíðasvæði landsins og mikið aðdráttarafl á veturna. Skíðasvæðið er í norðurhlíðum Glerárdals sem gengur inn í hálendið ofan við Akureyri. Dalurinn er gott göngusvæði og sunnan hans rísa Súlur (1.213 m), bæjarfjall Akureyrar. Upp á fjallið er vinsæl gönguleið; gangan tekur um 5-6 klst.

Gestgjafar: Bjarki og Joy.

 

í nágrenni