Laugardagsgleði - Einstök matarupplifunLaugardagsgleði - Einstök matarupplifun

Einstök matarupplifun/námskeið í Hlöðueldhúsinu og gisting í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel VOS. Námskeiðið er klæðskerasniðið fyrir hópinn þannig að allir fá verkefni eftir áhuga, getu og smekk. Tilvalið fyrir starfsmannafélög, vinahópa og stórfjölskyldur.

Tilboð fyrir hópa 10-16 manns, gisting í superior tveggja manna herbergi með morgunverði og matarupplifun á 28.900,- kr. á mann.

Við komu er tilvalið að skella sér í afslöppun í heita pottinum áður en farið er yfir í Hlöðueldhúsið þar sem allir fá fordrykk, smakk og kynningu á því sem í vændum er. Skipt í lið og hvert lið eldar glæsilegan rétt. Eldaðir verða kjöt-, fisk- eða grænmetisréttir ásamt meðlæti og eitt liðið gerir gómsætan eftirrétt. Í lokin mun hvert lið bera á borð glæsilega diska sem keppa sín á milli um "besta og flottasta" réttinn. Matarupplifunin byrjar um kl. 17:00 og stendur yfir í 4-5 klst. Góðar leiðbeiningar fylgja ásamt leiðsögn og hjálparkokki.

Nánar um Hótel VOS.

Veldu dagsetningar
Frá:28.900 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Norðurljósaþjónusta

Í nágrenni

 • Hella – 17 km
 • Ægisíðufoss – 13 km
 • Strandarvöllur 24 km
 • Hvolsvöllur – 27 km
 • Sögusetrið - Hvolsvöllur
 • Lava Centre - Hvolsvöllur
 • Seljalandsfoss 54 km
 • Skógafoss – 81 km
 • Landeyjahöfn – 57 km
 • Secret Lagoon - Flúðum 68 km
 • Þjórsárdalur – 80 km

Hápunktar

 • Lítið og hlýlegt sveitahótel
 • Einstök matarupplifun/námskeið
 • Heitur pottur
 • Tilvalið fyrir starfsmannafélög, vinahópa og stórfjölskyldur

Innifalið

 • Gisting fyrir tvo í superior herbergi
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Einstök matarupplifun
 

í nágrenni