Morðgátukvöldstund á Kríunesi │ Höfuðborgarsvæðið
Tilboð á gistingu í superior herbergi, morgunverði, morðgátuleik og þriggja rétta kvöldverði á 26.340,- kr. fyrir manninn.
Morðgátukvöldstund þar sem farið er aftur til ársins 1920, fólk mætir í karakterum í anda þess tíma og fær óvissukvöldverð á meðan það leysir dularfulla gátu. Leikurinn er fyrir 18 manns.
Verð án gistingar er 16.000,- kr. fyrir manninn.
Ath. aðeins fyrir 18 manna hópa
Kríunes er sveitahótel í borginni! Hlýlegt og vel búinn gististaður á fögrum stað á bökkum Elliðavatns, stöðuvatns í útjaðri nýjustu íbúðahverfa á höfuðborgarsvæðinu. 15 mínútna akstur í miðbæ Reykjavíkur. Herbergi og svítur með sérbaðherbergi. Máltíðir í boði þar sem silungur úr vatninu er vinsælasti rétturinn. Frábær kostur fyrir þá sem vilja skoða sig um í borginni en gista á fögrum stað í friðsælu umhverfi.