Vetrarfjör á Brunnhóli │ Tilboð | Suðurland
Pabbar, mömmur, afar og ömmur! Stendur til að gera eitthvað skemmtilegt saman í vetur? Við bjóðum ykkur velkomin á Brunnhól með börnin og barnabörnin. Gistiheimilið Brunnhóll býður fjölskyldur stórar sem smáar velkomin í sveitina, í ríki Vatnajökuls. Margs konar afþreying og útivistarmöguleikar, auk fjölbreyttra veitingastaða finnur þú á vefsíðunni Ríki Vatnajökuls.
- Í boði eru falleg fjölskylduherbergi fyrir allt að fimm
- Gisting í eina nótt fyrir 2 fullorðna og allt að 3 börn á grunnskólaaldri og yngri á 20.800,- kr. með morgunverði
- Kjötsúpa eða Jöklaborgari + ein kúla af Jöklaís á 1.950,- kr. (hægt að fá vegetarian)
- Hver aukanótt umfram eina á 15.000,- kr.
Brunnhóll er vel búið fjölskyldurekið gistiheimili í sveitinni Mýrum í Hornafirði, við þjóðveg 1 á Suðausturlandi. Gistiheimilið er á bóndabæ á flatlendi um 8 km frá rótum stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Fagurt útsýni til fjalla og jökla og sumarsólsetrið töfrum líkast. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, styttri eða lengri gönguferða og ökuferða til heimsækja sumar kunnustu náttúruperlur á Íslandi.