Mývatnssveit í Vetrarbúningi │ Vogafjós | Tilboð
Upplifðu Mývatnssveitina í fögrum vetrarbúningi í glæsilegum tilboðspakka, þar sem gist er í Vogafjósi við Mývatn. Innifalið er gisting, morgunmatur, þriggja rétta seðill að hætti Vogafjóss og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn.
Verð fyrir tvo 34.790 kr. í tveggja manna herbergi
Verð fyrir einn 19.900 kr. í eins manns herbergi
Aukanótt á 9.990 kr.
Vogafjós er hlýlegt og fjölskylduvænt gistihús í Vogum á austurströnd Mývatns, skammt frá þorpinu Reykjahlíð, miðsvæðis í sveitinni þar sem eru sérstæðustu og þekktustu náttúruperlur á Norðaustur Íslandi. Notaleg herbergi með sérbaðherbergi, veitingastaður og verslun með handverk og vörur beint frá bónda. Góð staðsetning til skoðunarferða um Mývatnssveit.