Heillandi Vetrardagar á Brunnhóli │ Tilboð | Suðurland
Ertu orðinn þreytt(ur) á ástandinu og þráir að næra sálina? Hvers vegna ekki að drífa sig upp í sveit á Suðausturlandi? Ganga í fallegu umhverfi svíkur engan en ef veður er rysjótt þá mælum við með að hafa góða bók, spil eða prjónana í farteskinu.
Gistiheimilið Brunnhóll er með góð tilboð fyrir eldri Íslendinga.
- Gisting í eina nótt með morgunverði frá 10.700 krónur
- Mismunandi herbergi, lítil, stærri og stæst.
- Hver nótt umfram eina, óháð herbergjategund 8.500 krónur
- Í boði eru heimilislegar veitingar að hætti hússins
- Gerum tilboð í lengri dvalir
Brunnhóll er vel búið fjölskyldurekið gistiheimili í sveitinni Mýrum í Hornafirði, við þjóðveg 1 á Suðausturlandi. Gistiheimilið er á bóndabæ á flatlendi um 8 km frá rótum stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Fagurt útsýni til fjalla og jökla og sumarsólsetrið töfrum líkast. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, styttri eða lengri gönguferða og ökuferða til heimsækja sumar kunnustu náttúruperlur á Íslandi. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.