Hæglæti eða hraðferð á Brunnhóli │ SuðurlandHæglæti eða hraðferð á Brunnhóli │ Suðurland

Ertu orðinn þreytt(ur) á ástandinu og þráir að næra sálina? Hvers vegna ekki að drífa sig upp í sveit á Suðausturlandi? Ganga í fallegu umhverfi svíkur engan en ef veður er rysjótt þá mælum við með að hafa góða bók, spil eða prjónana í farteskinu. Í boði eru heimilislegar veitingar að hætti hússins. Gistiheimilið Brunnhóll er með góð tilboð og gerir tilboð í lengri dvalir.

Gisting í eina nótt með morgunverði:

 • í economy herbergi 21.450 kr.
 • í standard herbergi 24.650 kr.
 • í comfort herbergi 28.500 kr.

Hver aukanótt:

 • í economy herbergi 14.750 kr.
 • í standard herbergi 16.950 kr.
 • í comfort herbergi 19.600 kr.

Brunnhóll er vel búið fjölskyldurekið gistiheimili í sveitinni Mýrum í Hornafirði, við þjóðveg 1 á Suðausturlandi. Gistiheimilið er á bóndabæ á flatlendi um 8 km frá rótum stærsta jökuls í Evrópu, Vatnajökuls. Fagurt útsýni til fjalla og jökla og sumarsólsetrið töfrum líkast. Fjölbreyttir möguleikar til útivistar, styttri eða lengri gönguferða og ökuferða til heimsækja sumar kunnustu náttúruperlur á Íslandi. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. 

Tilboðið gildir til 25. ágúst 2021.

Veldu dagsetningar
Frá:21.450 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Wi-Fi
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Leiksvæði fyrir börn
 • Norðurljósaþjónusta

Hápunktar

 • Fjölbreyttir útivistarmöguleikar
 • Heimilislegar veitingar í boði
 • Jöklaís framleiddur á bænum
 • Kyrrð og ró

Innifalið

 • Gisting fyrir tvo
 • Morgunverður
 

í nágrenni