Dekurhelgi á Ásum │ Norðurland
Slökun í sveitinni! Tilboð á gistingu og morgunverði á Gistiheimilinu Ásum sem er staðsett í miðri Eyjafjarðarsveit, aðeins 9 km frá Akureyri. Tilboðsverð 14.000,- kr. fyrir tveggja manna herbergi.
Innifalið er aðgangur að heitum potti og á þessum fallega stað er hægt að upplifa einstaka kyrrð og ró. Eins geta ábúendur á Ásum aðstoðað fólk við að skipuleggja ýmsa afþreyingu í nágrenninu, svo sem jóga, stuttar gönguferðir, heimsóknir í gallerý o.fl.
Hægt er að bæta við kvöldverði á Ásum fyrir 5.000,- kr. á mann.
Í boði er gisting í fjórum tveggja manna herbergjum með sameiginlegu aðgengi að tveimur baðherbergjum. Tignarleg fjöll og freistandi gönguleiðir allt um kring og margvísleg þjónusta fyrir ferðamenn og afþreying í boði í næsta nágrenni. Tilvalinn dvalarstaður til dagsferða um næstu byggðir á Norðurlandi.