Gisting og sveitakynning með smakki í Efstadal | Suðurland
Tilboð á gistingu, morgunverði og skemmtilegri sveitakynningu með smakki beint frá býli í Efstadal við Laugarvatn á 14.300,- kr. fyrir tvo eða 7.150,- kr fyrir manninn.
Gistingin er í 2ja manna herbergi og sveitakynningin er skemmtileg kynning á bænum, matarmenningu og íslenskum landbúnaði. Einnig er gefið smakk af okkar vörum eins og t.d. mysu, skyr, fetaost og ís.
Fjölskyldan í Efstadal II leggur áherslu notalega gistingu og upplifun sem færir gestina nær íslenskum landbúnaði. Kaffihúsið Íshlaðan og veitingastaðurinn Hlöðuloftið eru með útsýni yfir fjósið og bjóða upp á afurðir beint frá býli og næsta nágrenni. Hestaleiga yfir sumartímann og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu. Bærinn Efstidalur er staðsettur mitt á milli Laugarvatns og Gullfoss/Geysis.