Sóttkvíardvöl á HellishólumSóttkvíardvöl á Hellishólum

Tilboð á sóttkvíardvöl á Hellishólum. Gisting í 3ja - 4ra manna sumarhúsum, með útsýni til Eyjafjallajökuls, á slóðum Njáls sögu skammt frá mörgum af kunnustu náttúruperlum á þessu svæði. Í Fljótshlíðinni er hlýlegt um að litast, mikil náttúrufegurð með stórfenglegu útsýni til Eyjafjallajökuls. Í grennd við hótelið, í hlíðinni og á heiðalöndum ofan hennar eru víða gönguleiðir fyrir unga sem aldna. Í stuttri ökuferð inn með hlíðinni er svo margs að njóta, og ef stigið er út úr bílnum og hlusta á nið fossandi lækja á skjólsælum stað þar sem náttúran heilsar okkur með friði og kyrrð.

Tilboðið er í boði frá 1. október til 30. apríl.

Sóttkvíartilboð: Gisting í sumarhúsi 12.000,- kr. á mann. Verð með fullu fæði 22.000,- kr. Verð fyrir innkaupaferð í matvörubúð 7.500,- kr.

Sóttkvíar bílaleigupakki:6 dagar, bíllinn sóttur á Keflavíkurflugvöll (gildir frá 16. september 2020)
• Economy: 30.300 kr. (VW Polo, Suzuki Swift 4x4 eða sambærilegir bílar)
• Compact: 30.900 kr. (VW Golf, Kia Ceed, Suzuki S-Cross 4WD eða sambærilegir bílar)

Ferðalög til og á Íslandi á Covid tímum

Veldu dagsetningar
Frá:12.000 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Bústaður
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Norðurljósaþjónusta
 • Fundar- / Ráðstefnuherbergi
 • Gæludýr leyfð
 • Tjaldsvæði
 • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenninu

 • Hvolsvöllur 11 km
 • Seljalandsfoss 33 km
 • Eyjafjallajökull
 • Skógafoss 60 km
 • Landmannalaugar 118 km
 

í nágrenni