Sóttkvíardvöl í Skúrnum undir EyjafjöllumSóttkvíardvöl í Skúrnum undir Eyjafjöllum

Tilboð á sóttkvíardvöl í Skúrnum undir Eyjafjöllum. Í Skúrnum er boðið upp á gistingu í litlum stúdíóíbúðum, 2ja, 3ja og 4ra manna á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum, við hringveginn nr.1 þar sem hann liggur fyrir ofan Holtsós. Friðsæll staður undir fjallsrótum með niðandi fossa að bæjarbaki og hrífandi útsýni til sjávar. Íbúðirnar eru með sérútgangi, baðherbergi og eldhúsi. Frjálst að ganga um alla landareignina hvenær sem er.  Inn í herbergisverðinu er aðstoð við að versla inn matvörur. Paradís göngu- og útivistarfólks og stutt að fara til að sjá allar helstu náttúruperlur á þessum slóðum og njóta margbreytilegrar afþreyingar- og fræðsluþjónustu fyrir ferðamenn.

Sóttkvíartilboð (gildir til 31. maí 2021): Verð fyrir 2 gesti 11.733,- kr. Verð fyrir 3 gesti 17.600,- kr. Verð fyrir 4 gesti 20.533,- kr. Verð miðast við að bókaðar séu að lágmarki 6 nætur. Innifalið er aðstoð við matarinnkaup.

Sóttkvíartilboð (gildir frá 1. júní 2021): Verð fyrir 2 gesti 17.600,- kr. Verð fyrir 3 gesti 21.120,- kr. Verð fyrir 4 gesti 26.400,- kr. Verð miðast við að bókaðar séu að lágmarki 6 nætur. Innifalið er aðstoð við matarinnkaup.

Sóttkvíar bílaleigupakki:6 dagar, bíllinn sóttur á Keflavíkurflugvöll (gildir frá 16. september 2020)
• Economy: 30.300 kr. (VW Polo, Suzuki Swift 4x4 eða sambærilegir bílar)
• Compact: 30.900 kr. (VW Golf, Kia Ceed, Suzuki S-Cross 4WD eða sambærilegir bílar)

Ferðalög til og á Íslandi á Covid tímum

Veldu dagsetningar
Frá:17.820 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenninu

 • Skógafoss 12 km
 • Seljalandsfoss 14 km
 • Sólheimajökull 25 km
 • Reynisfjara 30 km
 • Hvolsvöllur 35 km
 • Vík 35 km
 • Þórsmörk 45 km
 

í nágrenni