Sóttkvíardvöl á Hestakránni
Tilboð á sóttkvíardvöl á Hestakránni. Á Hestakránni eru herbergi með sérbaðherbergi og veitingastaður þar sem íslenskt hráefni fær að njóta sín í hefðbundinni matargerð. Í sóttkvíardvöl er matnum komið inn á herbergi til gestanna. Þægileg staðsetning til skoðunarferða um Suðurland þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi. Lágmarksfjöldi 4 manns, hámark 20 manns sem ferðast saman.
Sóttkvíartilboð: Gisting í eins eða tveggja manna herbergi og fullt fæði á 22.000,- kr. fyrir manninn. Börn 6-12 ára 13.200,- kr.
Sóttkvíar bílaleigupakki:6 dagar, bíllinn sóttur á Keflavíkurflugvöll (gildir frá 16. september 2020)
• Economy: 30.300 kr. (VW Polo, Suzuki Swift 4x4 eða sambærilegir bílar)
• Compact: 30.900 kr. (VW Golf, Kia Ceed, Suzuki S-Cross 4WD eða sambærilegir bílar)
Ferðalög til og á Íslandi á Covid tímum