Sóttkvíardvöl á Hótel Kríunesi
Tilboð á sóttkvíardvöl á Hótel Kríunesi. Kríunes er sveitahótel í borginni. Hlýlegt og vel búinn gististaður á fögrum stað á bökkum Elliðavatns, stöðuvatns í útjaðri nýjustu íbúðahverfa á höfuðborgarsvæðinu. Herbergi með sérbaðherbergi og sérinngangi út á veröndina sem gera gönguferðir í fallegri náttúru svæðisins auðveldan valkost. Þriggja og fjögurra manna herbergi einnig í boði.
Sóttkvíartilboð: Gisting í tveggja manna herbergi með fullu fæði 25.000,- kr.
Sóttkvíar bílaleigupakki:6 dagar, bíllinn sóttur á Keflavíkurflugvöll (gildir frá 16. september 2020)
• Economy: 30.300 kr. (VW Polo, Suzuki Swift 4x4 eða sambærilegir bílar)
• Compact: 30.900 kr. (VW Golf, Kia Ceed, Suzuki S-Cross 4WD eða sambærilegir bílar)
Ferðalög til og á Íslandi á Covid tímum