Gistiheimilið FagrabrekkaGistiheimilið Fagrabrekka

Gisting í fjórum björtum og rúmgóðum (30 m2) smáhýsum með sérbaðherbergi og eldunaraðstöðu á bænum Syðri-Rauðalæk 1,5 km sunnan við þjóðveg 1 á Suðurlandi, 7 km vestan við Hellu. Friðsæll staður á bökkum Rauðalækjar, miðsvæðis á suðurlandsundirlendi þar sem indælt er að njóta rómantískra kvölda í sumarrökkri eða undir brakandi norðurjósum. Mikið og fallegt útsýni til allra átta og ótal möguleikar til útivistar og skoðunarferða um Suðurland. Stutt í alla almenna þjónustu fyrir ferðamenn.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni

Í nágrenni

 • Hella  7 km
 • Strandarvöllur 15 km
 • Hvolsvöllur 20 km
 • Selfoss 33 km
 • Seljalandsfoss 39 km
 • Vestmannaeyjaferjan 46 km
 • Skógar 65 km
 • Geysir 75 km
 • Þingvellir 78 km
 • Gullfoss 83 km
 • Reynisfjara 93 km

Gistiaðstaða

Gisting í fjórum smáhýsum sem standa hvert eitt og sér skammt frá bænum á Syðri-Rauðalæk. Hvert smáhýsi er 30 m2 með svefnaðstöðu fyrir tvo, í hjónarúmi eða í tveimur rúmum (hægt er að bæta þriðja rúminu við). Í hverju smáhýsi er sérbaðherbergi, eldhúskrókur og setu/borðstofa. Húsin eru vönduð og björt með gluggum á suðausturgafli frá gólfi upp undir loft og heillandi útsýni yfir landið. 

Þjónusta

Fjölbreyttur og staðgóður morgunverður með norrænu yfirbragði, heimabökuðu brauði og úrvalskaffi, er borinn fram í morgunverðarstofu hjá bænum milli kl. 8:00 og 10:00. Í hverju smáhýsi er aðstaða til þess að elda einfaldar máltíðir og laga kaffi eða te. Næstu matvöruverslanir eru á Hellu (7 km), Hvolsvelli (20 km) og Selfossi (33 km). Ágætir veitingastaðir á Hellu (7 km), Árhús og Hótel Stracta (Bistro og Veitingahúsið Garður).

Afþreying

Gestgjafar þekkja vel til á Suðurlandi og á sunnanverðu hálendinu og eru reiðubúnir að veita gestum sínum allar nauðsynlegar ferðaleiðbeiningar. Í landi Syðri-Rauðalæjar eru skemmtilegar gönguleiðir og víða kjörlendi til fuglaskoðunar. Hestaleiga á næsta bæ. Góðar sundlaugar á Hellu, Hvolsvelli og Selfossi. Næsti golfvöllur er Strandarvöllur (18 holur) mitt á milli Hellu og Hvolsvallar (13 km). Næstu þéttbýli: Hella (7 km), Hvolsvöllur (20 km) og Selfoss (33 km).

Íslenski hesturinn, mófuglaparadís og norðurljós

Gestgjafar á Syðri-Rauðalæk stunda einnig hrossarækt og skógrækt. Jörðin er 210 hektarar og gestum er velkomið að ganga um landareignina. Þar gefst þeim tækifæri til að kynnast íslenska hestinum og skoða margbreytt fuglalífið á sumrin (tjaldur, jaðrakan, spói, heiðlóa og hrossagaukur). Á heiðskírum vetrarkvöldum er svo einstæð upplifun að njóta norðurljósanna út um stóra gluggana á smáhýsunum.

Náttúruperlur innan seilingar

Gistiheimilið Fagrabrekka er í um klukkustundar akstur frá Reykjavík og hentar vel sem dvalarstaður fyrir þá sem vilja bregða sér í dagsferðir til að skoða náttúruperlur á Suðurlandi. t.d. Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyrhólaey og Reynisfjöru. Í uppsveitum Suðurlands er tilvalið að heimsækja t.d. Geysi og Gullfoss eða bregða sér í  dagsferð um Þjórsárdal í Landmannalaugar. Og síðast en ekki síst eru daglegar áætlunarferðir frá Hellu í Þórsmörk á sumrin. 

Eldfjöll í návígi og sýningin í Lava Centre

Frægustu eldfjöll á Íslandi, Hekla og Eyjafjallajökull, gnæfa yfir suðurlandsundirlendinu og setja mikinn svip á umhverfið. Hér er kjörlendi þeirra sem hafa áhuga á jarðfræði, ógnaröflum náttúrunnar og hvernig þau hafa mótað landið og mannlífið. Á Eldfjalla- og jarðskjálftasýningunni í Lava Centre á Hvolsvelli (10 mín. akstur) geta börn og fullorðnir kynnst eldvirkni og eldgosum, jarðskjálftavirkni og því hvernig Ísland varð til á milljónum ára. 

Gestgjafi:  Ragnhildur

 

í nágrenni