LaugarfellLaugarfell

Draumasetur þeirra sem sækjast eftir rómantík, óbyggðafegurð og fjallakyrrð. Hlýlegt og vandað gistiheimili/fjallaskáli með öllum nútímaþægindum og heitum laugum á einstökum stað upp af innstu drögum Norðurdals inn af Fljótsdal, við austurmörk Vatnajökulsþjóðgarðs. Gisting í 10 herbergjum fyrir allt að 28 manns. Heillandi gönguleiðir og fjölbreyttir möguleikar til skoðunarferða. Frá Egilsstöðum eru um 74 km að Laugarfellsskála og ekið á bundnu slitlagi alla leið nema síðustu 2 km. Opið: 1. júní - 30. sept.

Veldu dagsetningar
Frá:0 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Máltíðir í boði
 • Hleðslustöð fyrir rafbíla
 • Merktar gönguleiðir

In the area

 • Laugará (0,5 km)
 • Slæðufoss (1 km)
 • Kirkjufoss (2 km)
 • Faxi (2 km)
 • Snæfell (10 km)
 • Kárahnjúkastífla (27,5 km)
 • Hengifoss (43 km)
 • Atlavík (44 km)
 • Egilsstaðir (74 km)

Gistiaðstaða

5 x 2ja manna herbergi með einstaklingsrúmum og 3 x 2ja manna herbergi með tvíbreiðum rúmum, 2 x 6 manna fjölskylduherbergi með tveimur einstaklingsrúmum og kojum (f. 2). Minni herbergin eru 7m2 og stærri herbergin eru 17m2. Rúm og kojur eru uppbúin. Í húsinu eru 8 sameiginleg baðherbergi. Notaleg setu- og sjónvarpsstofa með arni. Sólarverönd með garðhúsgögnum. Tvær heitar náttúrulaugar.


Máltíðir

Í boði er morgunverður og kvöldverður (óskað eftir að gestir panti kvöldverð fyrir kl. 16:00). Einnig eru í boði léttar veitingar eins og samlokur, súpur og kökusneiðar kl. 10:00-22:00. Alltaf heitt kaffi á könnunni og hægt að panta nestispakka fyrir lengri eða styttri ferðir. 

Þjónusta og afþreying

Gestgjafar eru reiðubúnir að veita upplýsingar um gönguleiðir og áhugaverða staði í nágrenni Laugarfells. Við Laugarfellsskála eru tvær misheitar fallega hlaðnar náttúrulaugar, opnar til kl. 23:00 fyrir næturgesti. Hægt er að renna fyrir silung í nærliggjandi heiðarvötnum. Næsta þéttbýli með verslunum og margs konar þjónustu við ferðamenn: Egilsstaðir (70 km).

Njóttu útsýnis og öræfakyrrðar í náttúrulaug

Laugarfell er kennt við heita baðlaug skammt frá Laugará þar sem hún nálgast norðurhlíðar Norðurdals. Laugin var og er einstakt fyrirbæri á Austurlandi, þekkt hér fyrrum og notuð af þeim sem áttu leið hér um. Önnur kaldari laug eða volgra er utar á bakka Laugarár. Á þessum stað var lengi gangnamannaskáli en Laugarfellsskáli var reistur árið 2011. Náttúrulaugarnar hafa verið hlaðnar upp og aðgengi að þeim eins og best verður á kosið. Það er einstök upplifun eftir góða gönguferð að slaka á í heitu vatninu og njóta stórbrotins útsýnis, bjartra sumarkvölda og hálendiskyrrðar.  

Ævintýraveröld fyrir göngufólk

Allt í kringum Laugarfellsskála blasir við hálendið, heiðar og fjöll, heillandi slóðir Fjótsdalsheiðar og Vesturöræfa, þar sem Snæfell setur mestan svip á landið. Fallegar merktar gönguleiðir er í nágrenni skálans. Þar má sérstaklega nefna svonefndan „Fossahring“, 8 km gönguleið sem hefst og endar hjá Laugafellsskála. Á þessari leið má m.a. sjá fimm stórbrotna fossa í Laugará og Jökulsá. Þá er vel þess virði að fara stikaða gönguleið frá Laugarfellsskála að Óbyggðasetrinu á Egilsstöðum í Norðurdal eða halda inn á heiðarnar þar sem má rekast á hreindýr ef heppnin er með.

Kárahnjúkar, Hengifoss, Skriðuklaustur og Hallormsstaður

Laugarfellsskáli er kjörinn dvalarstaður þeirra sem vilja skoða sig um á Upphéraði. Vegur með bundnu slitlagi liggur upp frá Bessastöðum í Fljótsdal og þræðir sig um heiðalöndin skammt frá skálanum (þangað er 2 km ágætur malarvegur) að Kárahnjúkastíflu (27,5 km frá skálanum). Sé ekið niður í Fljótsdal er skammt að fara á ýmsa áhugaverða staði, t.d. að Hengifossi (43 km), Skriðuklaustri, þar sem er Gunnarshús og einstæðar klausturrústir, að Óbyggðasetrinu á Egilsstöðum eða í Hallormsstaðaskóg og Atlavík.   

Gestgjafi:  Páll Ásgeirsson

 

í nágrenni