Brennistaðir í FlókadalBrennistaðir í Flókadal

Á Brennistöðum er boðið upp á heimagistingu og íbúð/herbergi m/sérbaði en auk þess gefst gestum tækifæri til að kynnast dýrunum í sveitinni. Hlýlegt umhverfi og fögur fjallasýn inn til landsins. Ýmislegt til afþreyingar í nágrenninu, gönguleiðir í byggð og um heiðar og í öræfakyrrð fjallanna. Sund og golf. Frægar náttúruperlur og ferðamannastaðir á vestanverðu landinu innan seilingar í stuttum eða lengri dagsferðum.

Opið allt árið.  

Veldu dagsetningar
Frá:14.400 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Sér baðherbergi
  • Íbúð
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Máltíðir ef bókað er fyrirfram

Í nágrenni

  • Sundlaug á Kleppjárnsreykjum 9 km
  • Golf 9 km
  • Reykholt 15 km
  • Borgarnes 35 km

Gistiaðstaða

Gisting í herbergjum með sameiginlegu baði í eldra húsinu á bænum. Hlýleg móttaka og matstofa með útsýni yfir grænar grundir/snævi þakinn dalbotn og ávala heiðarhálsa. Í brúna húsinu er boðið upp á íbúð/herbergi m/sérbaðherbergi á jarðhæðinni (svefnherbergi, baðherbergi, setustofu og eldunaraðstaða). 

  

Þjónusta

Morgunverður er innifalinn í verði en aðrar máltíðir eru í boði ef pantað er fyrirfram. 
 
Á Brennistöðum er stundaður búskapur með sauðfé, geitur, hross, endur, hænsni og kanínur. Til aðstoðar við búskapinn eru hundur og köttur og fleiri gæludýr. Gestum er velkomið að skoða búið á bænum í fylgd heimafólks og fræðast um búskapinn á þessum slóðum. Gestgjafar gera sér far um að stofna til kynna við gesti sína, ræða við þá og skapa heimilislegt andrúmsloft.  Þvottaaðstaða er á bænum.

  

Afþreying

Skemmtilegar gönguleiðir í dalnum og í grennd við hann. Skoðunarferðir um Borgarfjörð. Hestaleiga á Ölvaldsstöðum (27 km) og á Giljum í Hálsasveit (24 km). Geitfjársetrið í Háfelli (32 km). Tröllagarðurinn í Fosstúni (13 km). Veitingastaðurinn Byrgishóll í Nesi í Reyk¬holtsdal (11 km). Steðji brugghús í Flókadal (7 km). Næsta sundlaug á Kleppjárnsreykjum (9 km). 9 holu golfvöllur í Nesi í Reykholtsdal (11 km) og 18 holu golfvöllur (Hamarsvöllur) við Borgarnes (35 km). Næsta þéttbýli: Borgarnes (35 km); verslanir, matsölu- og veitingastaðir, söfn, sundlaug og ýmis þjónusta við ferðafólk.

  

Stefnumót við íslenska náttúru

Landslag í Borgarfirði er margbreytilegt og þar má kynnast ýmsum ólíkum hliðum á íslenskri náttúru, grónum dölum, kjarrlendi, mosagrónum hraunum, tærum laxveiðiám, jökulfljótum, heiðalöndum, sjóðandi hverum og ís og snjó á jökli. Hér eru freistandi slóðir fyrir náttúruskoðara, göngugarpa og fjallamenn. Frá Brennistöðum má svo bregða sér í lengri dagsferðir út fyrir héraðið, t.d. út á Snæfellsnes eða til þjóðgarðsins á Þingvöllum.

  

Hverir, fossar, hellar, jöklar og laxveiðiár

Deildartunguhver (10 km) er vatnsmesti hver í Evrópu (180 l/sek.). Hraunfossar (31 km) eru náttúrusmíð sem fangar hugann. Húsafell (33 km) er vinsæll útivistar- og ferðamannastaður við jaðar hálendisins. Frá Fljótstungu (12 km frá Húsafelli) eru í boði á sumrin daglegar ferðir með leiðsögumanni í stærsta hraunhelli á Íslandi, Víðgelmi. Frægasta laxveiðiá landsins rennur um Norðurárdal. Þar rís Baula upp af dalnum, einkennisfjall héraðsins (934 m), brött og seinfarin uppgöngu en torfærulaus.

  

Menjar um glæsta miðaldamenningu

Í Reykholti (13 km) er miðaldasetur og safn, Snorrastofa, tileinkað kunnasta rithöfundi Íslendinga fyrr og síðar, Snorra Sturlusyni (1179-1241). Þar er einnig heit laug, kennd við Snorra, og má sjá göngin að lauginni þar sem hann var veginn árið 1241. Í Borgarnesi (35 km) er Landnámssetrið þar sem er sýning um landnám Íslands á 9. og 10. öld og um skáldið og víkinginn Egil Skallagrímsson, aðalpersónu einnar kunnustu Íslendingasögunnar.

  

Dýrleg norðurljós - lengri dagsferðir

Brennistaðir eru norðan megin í Flókadal, litlum og grunnum dal sem gengur milli lágra hálsa inn í heiðarnar ofan við Borgarfjörð. Á veturna gefast oft tækifæri til að horfa á sjónarspil norðurljósanna. Um hálsinn ofan við bæinn liggur gömul gönguleið yfir í næsta dal fyrir norðan, Reykholtsdal. Af hálsinum er fallegt útsýni um Borgarfjörð og vestur á Snæfellsnes.
   

Gestgjafar: Þóra og Vigdís

 

í nágrenni