Hótel Rauðaskriða í AðaldalHótel Rauðaskriða í Aðaldal

Hótel Rauðaskriða í Aðaldal er Svansvottað sveitahótel miðsvæðis á kunnum ferðamannaslóðum í Þingeyjarsveit, 28 km frá hvalaskoðunarbænum Húsavík og 50 km frá Mývatni. Í boði eru 38 rúmgóð herbergi, flest með sérbaði, Veitingastaður með vínveitingaleyfi. Mikið útsýni. Heitir pottar. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar. Hótelið er Svansvottað.  Opið 15. apríl – 15. okt.

Veldu dagsetningar
Frá:16.800 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Veitingastaður
 • Vínveitingar
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Aðstaða fyrir fatlaða
 • Merktar gönguleiðir

Í nágrenni

 • Fuglaskoðun
 • Hjólaleiðir
 • Hestaferðir 9 km
 • Goðafoss 24 km
 • Golf 28 km
 • Hvalaskoðun frá Húsavík 28 km
 • Mývatn 50 km
 • Ásbyrgi 89 km

Gistiaðstaða

42 rúmgóð herbergi með sérbaðherbergi, þ.e. eitt 4ra manna herbergi. Einnig í boði eru 5 herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Verönd með garðhúsgögnum. Sjónvarp í öllum herbergjum og í sumarhúsinu. Ókeypis þráðlaust netsamband. Tveir 10 manna heitir pottar og þvottaaðstaða fyrir gesti.

Hótel Rauðaskriða hefur verið Svansvottað frá árinu 2011.

 
Veitingar/máltíðir

Björt og hlýleg veitingastofa þar sem í boði eru allar máltíðir og einnig hægt að fá nestispakka. Vínveitingar.

 
Þjónusta/afþreying

Gestir hafa ókeypis afnot af fjallahjólum. Frá Rauðuskriðu eru ýmsar göngu- og hjólaleiðir um hlýlegt og fallegt landið í sveitinni; kort og leiðsögn um þessar leiðir má fá á hótelinu. Kjörlendi fyrir fuglaáhugafólk við Laxá í Aðaldal og Mývatn og frá 15. maí til 10. ágúst er boðið upp á sérstakan 3ja daga fuglaskoðunarpakka. Næsti golfvöllur er á Húsavík (28 km). 

Í landi jarðarinnar eru góð berjalönd og síðsumars hafa gestir ókeypis afnot af berjalandinu. Gæsaveiði. Handverksverslun við Goðafoss (24 km). Hestaferðir í boði frá nágrannabænum Garði í Aðaldal (9 km). Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík (28 km). Sundlaugar að Laugum í Reykjadal (29 km) og í Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði (25 km). Næsta þéttbýli með verslunum, sundlaug og allri almennri þjónustu: Húsavík (28 km).

 
Umhverfisvottun

Á Hótel Rauðuskriðu er lögð áhersla á starfsemi sem er í sátt við umhverfið og náttúruna. Hótelið hefur fengið Svansvottun, en Svanurinn er hið opinbera norræna umhverfismerki. Nánari upplýsingar um Svansmerkið.

 
Göngu- og hjólaleiðir, Goðafoss, Aðaldalur

Hótel Rauðaskriða stendur skammt frá aðalveginum, nr. 85, milli Akureyrar og Húsavíkur, eftir að ekið hefur verið yfir nyrðri brú á jökulsánni Skjálfandafljóti. Héðan er mikið útsýni til vesturs og norðurs, og ýmsar fallegar göngu-, hjóla- og reiðleiðir í landi jarðarinnar og í nágrenninu. Einn fegursti foss á landinu, Goðafoss, er í Skjálfandafljóti, aðeins 24 km í suður frá Rauðuskriðu. Skammt undan er Aðaldalur þar sem ein kunnasta laxveiðiá landsins, Laxá í Aðaldal, rennur um fjölbreytilegt og fagurt umhverfi á leið sinni til sjávar.

 
Hvalaskoðun, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur

Húsavík (28 km) er bær sem tekur vel á þeim sem langar til að upplifa ógleymanleg ævintýri í návígi við stærstu spendýr Jarðar. Frá bænum eru í boði daglegar hvalaskoðunarsiglingar út á Skjálfandaflóa og þar er fróðlegt safn um hvali og búsvæði þeirra. Frá Húsavík eru 60 km til Ásbyrgis, einstakrar náttúrusmíðar þar sem háir hamraveggir umlykja frábært útivistarsvæði, vaxið birkiskógi. Hér er komið í nyrsta hluta Vatnajökulsþjóðgarðs og stuttur spölur að hinum stórfenglegu Jökulsárgljúfrum.

 
Náttúrperlur við Mývatn, Dettifoss

Mývatn (50 km) og næsta umhverfi þess eru heimur sem á sér engan líka. Hér hafa náttúruöflin mótað landið með eftirminnilegum hætti og eru enn að skapa eitthvað nýtt. Náttúrufegurð er mikil, hvort sem er að sumri eða vetri, t.d. staðir eins og Dimmuborgir, Hverfjall og Hverarönd undir Námafjalli, og á sumrin er Mývatn paradís fuglaáhugafólks. Héðan eru aðeins 32 km að Dettifossi sem talinn er vera aflmesti foss í Evrópu. Í loks dagsins er svo freistandi að að láta líða vel úr sér í Jarðböðunum við Mývatn áður en ekið er heim aftur í Rauðuskriðu.

Gestgjafar: Harald og Bergþóra

 

í nágrenni