StarmýriStarmýri

Gisting í sumarhúsum á Starmýri í Álftafirði, í friðsælu umhverfi með fallegu útsýni til sjávar og upp til fjalla, við hringveginn um 40 km sunnan við Djúpavog og 70 km norðan við Höfn í Hornafirði. Sumarhúsin eru þrjú, hvert með einu svefnherbergi, svefnlofti, eldhúskrók og seturými. Fjölbreyttir möguleikar til að njóta stórbrotinnar náttúru á sunnanverð¬um Austfjörðum, til styttri eða lengri gönguferða eða ökuferða í næstu byggðarlög.

Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:16.951 kr.
hver dvöl
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Bústaður
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Eldunaraðstaða
  • Sjónvarp inni á herbergjum
  • Gæludýr leyfð
  • Veiði / veiðileyfi

Í nágrenni

Góðar gönguleiðir
Djúpivogur 37 km
Stafafell í Lóni 34 km
Höfn í Hornafirði 70 km
Breiðdalsvík 100 km
Stöðvarfjörður 118 km

Gistiaðstaða

Þrjú 3-4 manna sumarhús með verönd. Í hverju húsi er 1x2ja manna svefnherbergi, svefnloft með tveimur rúmum (undir súð), baðherbergi með sturtu (snyrtivörur fylgja), sameiginlegt rými með sófa og flatskjá og eldhúskrókur með ísskáp, örbylgjuofni, helluborði með tveimur hellum, kaffivél og brauðrist.

 
Máltíðir

Eldunaraðstaða er í sumarhúsunum. Næstu verslanir og veitingastaðir eru á Djúpavogi (37 km) og Höfn (70 km).

 
Þjónusta, afþreying

Frá og í grennd við Starmýri eru fjölmargar frábærar gönguleiðir, hvort sem er inn til dala, meðfram ströndinni eða upp til heiða og fjalla. Gestgjafar eru reiðubúnir að veita göngufólki leiðbeiningar áður en haldið er af stað. Selá rennur skammt frá Starmýri og á sumrin er hægt að kaupa veiðileyfi í ánni. Næstu sundstaðir eru á Djúpavogi (innilaug með heitum pottum úti og inni) og á Höfn (góð útilaug, vatnsrennibraut og heitir pottar). Næsti golfvöllur er á Hornafirði.

 
Fjölbreytt göngusvæði og náttúrufegurð

Sumarhúsin á Starmýri standa spölkorn sunnan hringvegarins en norðan vegar er Höfði þangað sem tilvalið er að ganga og skoða klett sem nefnist Altari. Sunnan Starmýrar eru Svarthamrar, lágt fjall sem er auðvelt upp¬göngu; þaðan er glæsilegt útsýni yfir Álftafjörð og Hamarsfjörð. Í Star¬mýrardal, sem gengur í vestur inn í landið frá Starmýri, er tilvalið að ganga meðfram ánni Selá inn eftir dalnum. Frá Starmýri liggur gamli þjóð¬vegurinn yfir Lónsheiði suður í Lón, tilvalinn gönguslóði fyrir útivistarfólk (4 til 5 klst. gangur yfir heiðina).

 
Dagsferðir í Lón og til Hornafjarðar

Starmýri liggur vel til styttri ökuferða yfir í næstu byggðarlög sunnan Álftafjarðar. Lón er einstök náttúruperla og kjörlendi göngufólks og náttúruunnenda. Frá Starmýri er ekið um Þvottár- og Hvalnesskriður (34 km að Stafafelli í Lóni). Í Hornafirði (70 km til Hafnar) er svo hægt að verja heilum degi, hvort sem haldið inn til fjalla (t.d. að Hoffellsjökli) eða gengið um fjörur og sjávarkamba (Stokksnes).

 
„Eggin“, Langabúð og Steinasafn Auðuns

Til Djúpavogs, næsta þéttbýlis norðan Álftafjarðar, er ekið um Hamarsfjörð (37 km). Djúpivogur er hlýlegur smábær á suðurströnd Berufjarðar og indælt að verja þar dagstund í góðu veðri. Á Djúpavogi má t.d skoða „Eggin“ hans Sigurðar Guðmundssonar í Gleðivík, heimsækja Steinasafn Auðuns og Löngubúð, eitt af elstu verslunarhúsum landsins (kaffihús og söfn). Búlandstindur gnæfir þarna yfir bænum. Merkt gönguleið er upp á tindinn; gangan er erfið þeim, sem eru ekki vanir brattlendi, en vel þess virði að njóta útsýnisins af tindinum.

 

í nágrenni