Austurey | Bústaðir á SuðurlandiAusturey | Bústaðir á Suðurlandi

Notalegir bústaðir á Suðurlandinu. Sex hús með gistiaðstöðu fyrir 2-4 hvert. Austurey liggur vel við til skoðunarferða um Suðurland þar sem eru margar af kunnustu náttúruperlum á Íslandi. Í grennd við bæinn eru skemmtilegar gönguleiðir.   Opið allt árið frá 1. júní 2018.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Bústaður
  • Frítt netsamband
  • Eldunaraðstaða
  • Sjónvarp
  • Kreditkort
  • Merktar gönguleiðir
  • Útsýni til jökuls

Gistiaðstaða

Gisting í sex bústöðum, sem hver er með svefnaðstöðu með uppbúnu rúmi fyrir tvo (160 cm). Svefnsófi er í öllum bústöðunum þar sem tveir geta sofið, auk þess er hægt að panta aukarúm fyrir ungabarn. Í öllum bústöðunum (28,4m2) er flatskjár, eldhúskrókur, borð og stólar og sérbaðherbergi með sturtu. Ókeypis þráðlaust netsamband er í húsunum. Bílastæði eru á staðnum án endurgjalds. Í húsunum er setusvæði þar sem gestir geta slakað á og notið útsýnisins yfir Apavatn og eldfjöllin Heklu, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Máltíðir

Léttur morgunmatur er innifalinn, en í húsunum er einnig eldunaraðstaða þar sem gestir geta annast sjálfir matreiðslu. Á Laugarvatni er staðsett matvöruverslun sem er opin alla daga. Þar má einnig finna veitingarstaði og kaffihús.

Þjónusta og afþreying

Við hvern bústað er upphituð verönd með borði og stólum. Þar er einnig gasgrill sem gestir geta nýtt sér að vild. Gestum býðst að heimsækja fjárhúsið í Austurey eftir samkomulagi (nóvember-maí). Gestir fá veiðirétt í Apavatni og Hólaá (febrúar-september) og geta fengið lánaðar veiðistangir eftir samkomulagi. Fjölskrúðugt fuglalíf er við vatnið og því upplagt fyrir fuglaskoðun. Spennandi gönguleiðir eru í nágrenninu. Austurey er upplagður staður til að njóta norðurljósanna.

Laugarvatn

Laugarvatn er í 8 km fjarlægð. Þar má m.a. finna Fontana spa, sundlaug, líkamsræktaraðstöðu, nuddstofu, gallerý, hraðbanka, bifvélaverkstæði og bensínstöð.

Dagsferðir um næstu sveitir

Frá Austurey við Apavatn er tilvalið að skreppa í stuttar ferðir til ýmissa áhugaverðra staða. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (27 km), jarðhitasvæðið við Geysi (37 km) og Gullfoss (47 km) eru kunnustu náttúruperlur Íslands og hluti af gullna hringnum. Margur ferðamaðurinn leggur leið sína í Skálholt (27 km) og við mælum með að heimsækja Laugarvatnshella (17 km) og Friðheima (29 km). Fyrir fjölskyldufók þá er dýragarðurinn í Slakka (29 km) skemmtilegur staður til að skoða. Á leiðinni til baka er tilvalið að koma við í Fontana Spa á Laugarvatni (8 km) og slaka á í heitum böðum og gufubaði.

Gestgjafar: Lárus og Magndís

 

In the area