FinnsstaðirFinnsstaðir

Gisting á gömlum sveitabæ rétt fyrir utan Egilsstaði. Njóttu kyrðar og slökunar í stórbrotinni náttúrunni rétt við Lagarfljót. Fallegt útsýni er frá bænum, hestar á vappi og þeim má klappa og hægt er að fara í útreiðartúra með leiðsögn. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:0 kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

  • Hefðbundinn búskapur
  • Frítt netsamband
  • Heitur pottur
  • Eldunaraðstaða
  • Sjónvarp

Gistiaðstaða

Tvö einbýlishús sem standa hlið við hlið.

6 manna hús: 3 herbergi, í einu er hjónarúm og 2 einstaklingsrúm í hinum. Þetta hús er mjög rúmgott, eldhúsið er fullbúið og það er pallur með útihúsgögnum og grill. 

7 manna hús: 3 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Pallur og heitur pottur, úthúsgögn og grill, fullbúið eldhús og stofa.

Í báðum húsunum eru uppábúin rúm, handklæði, hreinlætisvörur og hárþurrkur. Góðar sængur, koddar, rúmföt og rúm.

Veitingar/máltíðir

Veitingar eru ekki seldar á Finnsstöðum, en næsti veitingastaður er á Eyvindará, í 800 m fjarlægð. Fleiri veitingastaði og matvöruverslanir er að finna á Egilsstöðum, 4 km frá Finnsstöðum.

Þjónusta/afþreying

Á sumrin er dýragarður rétt við húsin þar sem fólk getur séð og klappað lömbum, kálfum, grísum, hestum, hænum, öndum og köttum.  Hestaleigan heitir Galdrahestar og þar er boðið uppá ferðir fyrir bæði vana og óvana.  Við leggjum mikinn metnað í að hafa góða og trausta hesta og að gera hestaferðirnar eins öruggar og mögulegt er, við erum með hjálma og brynjur fyrir alla og einn fararstjóra fyrir hverja 3-4 gesti.

Upplifðu sveitina í nálægð við dýrin

Það sem er sérstakt við Finnsstaði er að þú ert kominn í sveit en ert samt nálægt bæ. Á Finnsstöðum geta gestir upplifað mikla nálægð við dýrin á bænum og margir hafa gaman af því að aðstoða við umhirðu dýranna, gefa pela og fóður, klappa þeim og knúsa. Einnig er mikið fuglalíf í mýrunum fyrir neðan húsin sem gaman er að fylgjast með. Á vorin geta gestgjafar farið með gestum í gönguferðir um svæðið að tína gæsaegg og á haustin er hægt að tína bláber rétt við húsin.

Sterk tenging við Lagarfljótsorminn

Sagan um Lagarfljótsorminn er mjög tengd Finnsstöðum, en bærinn heitir eftir finnsku galdramönnunum sem fengnir voru til að ráða niðurlögum ormsins. Þeir sögðust hafa náð að tjóðra hann í botninn á fljótinu fyrir neðan Finnsstaði.

Gestgjafi: Helga

 

In the area