DægraDægra

Dægra er lítið fallegt sveitabýli sérlega vel staðsett í hjarta suðurlands, einungis 8 km frá Hvolsvelli þar sem alla þjónustu er að fá en staðsetningin veitir engu að síður þá upplifun að vera fjarri þéttbýli með víðáttumikil tún og ræktun allt um kring. Á bænum er stundaður búskapur í smáum stíl en þar eru kindur og hænur og alls staðar í kring eru hestar á beit. Þegar ekið er heim að bænum er engu líkara en keyrt sé í hlaðið á bæ í kringum 1950 því þótt íbúðarhúsið og önnur hús við bæinn séu byggð um og upp úr 2010 er fyrirmyndina að finna á Árbæjarsafninu.
Frá bænum og smáhýsunum er stórkostlega víðsýnt og blasir Hekla við í norðri, Þórsmörk, Mýrsdalsjökull og Eyjafjallajökull í austri og Vestmannaeyjar í suðri.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Bóka

Þjónusta

  • Bústaður
  • Wi-Fi

Keflavík airport 154 km
Reykjavík 116 km
Þingvellir 103 km
Geysir 99,6 km
Gullfoss 102 km
Selfoss 58 km
Landeyjahöfn (ferry to Vestmann Island) 32 km
Seljalandsfoss, 23 km
Skógar 51 kmÞórsmörk, 52 km
Vík í Mýrdal 84 km
Reynisfjara 89 km
Fjaðrárgljúfur 161 km
Skaftafell 225 km
Jökulsárlón 275 km

Gistiaðstaða

Tvö smáhýsi (15 fm) sem hvort um sig hýsir tvo í tvöföldu rúmi auk baðherbergis með sturtu. Rúmföt og þrif innifalin. Smá eldunaraðstaða er fyrir hendi með örbylgjuofni, hitaplötu, ísskáp, brauðrist og kaffikönnu. Frí nettenging.

Veitingar

Ekki er boðið upp á veitingar á bænum en þó er hægt að fá morgunmat sé samið um það fyrirfram. Stutt er á Hvolsvöll og fjölda veitingastaða sem bjóða allt frá hamborgurum í fullbúin eldhús með matseðla þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi má nefna Hlíðarenda, Kötlu Mathús, Midgarð Adventure, Eldstó, Veitingasöluna Björk auk fjölda annarra staða bæði á og í nágrenni Hvolsvallar. 

Þjónusta/afþreying

Á Hvolsvelli er banki, pósthús, upplýsingar til ferðamanna, matvörubúð, apótek, heilsugæsla, íþróttamiðstöð, sundlaug, bifreiða- og smíðaverkstæði svo eitthvað sé nefnt auk þess sem öll almenn stjórnsýsla er á staðnum.  Rúta inn í Þórsmörk stoppar á Hvolsvelli sem og stætó leiðir 51 og 52.

Einstakur staður og umhverfi

Dægra er einstaklega vel staðsett fyrir dagsferðir nánast hvert sem er á Suðurlandi og býður upp á ótal möguleika hvort sem leitað er eftir að upplifa söguna, njóta útiveru, skoða náttúrperlur, fara í gönguferðir (bæði styttri og lengri) eða njóta þess að horfa á útsýnið. Við ráðleggjum fólki eindregið að kynna sér eftirfarandi vefslóð https://www.south.is/is en þar er að finna upplýsingar um helstu staði hvort heldur áhuginn beinist að náttúrunni, útiveru, sögu og menningu eða öðru. Erfitt er að gera upp á milli þeirra staða sem eru í nágrenninu því stutt er í nánast alla staði á suðurlandi þ.m.t. Þórsmörk, Landamannalaugar, Reynisfjöru, Dyrhólaey, Skaftafell, Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Skálholt, Vestmannaeyja. Hvolsvöllur og Dægra er innan Kötlu jarðvangs en nánari upplýsingar má finna á vefslóðinni http://www.katlageopark.is/. 

Einstök upplifun

Í júní 2017 var opnað glæsilegt eldfjallasetur á Hvolsvelli, Eldgos.is (Lava Centre) en á heimasíðu setursins segir: “Lava er tæknileg, gagnvirk afþreyingar- og upplifunarmiðstöð til fræðslu um fjölbreytta eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi og hvernig landið hefur orðið til á milljónum ára.” Ábúendur á Dægru mæla eindregið með heimsókn á eldfjallasetrið. 

Áhugaverðir staðir í grenndinni

Í Landeyjum drýpur sagan af hverju strái enda erum við stödd á Njáluslóð. Á Sögusetrinu er Brennu-Njáls saga kynnt í máli og myndum og áhugavert að skoða safnið og Njálurefilinn sem enn er verið að sauma í. Frá Dægru er síðan einungis 25 mínútna akstur að Landeyjahöfn og upplagt að halda í dagsferð til Vestmannaeyja, skoða þar þorpið og hin fjölmörgu söfn sem boðið er upp á og jafnvel snæða á heimsklassa veitingastað áður en snúið er til lands aftur. 

Gestgjafar: Sólrún Lilja Pálsdóttir og Gunnar Guðmundsson

 

í nágrenni