Syðra-SkörðugilSyðra-Skörðugil

Hlýlegt gistiheimili á bænum Syðra-Skörðugili, bóndabýli þar sem er stunduð sauðfjárækt en lögð megináhersla á hrossarækt og hestatengda ferða­þjón­ustu. Í boði er gisting með morgunverði í snotru sérhúsi á bænum, í húsinu eru 5 herbergi með sameiginlegum baðherbergjum. Syðra-Skörðugil er um 5 km í norður frá þjóðvegi 1 hjá Varmahlíð, miðsvæðis í sögufrægu héraði á Norður-Íslandi (294 km frá Reykjavík) þar býðst margt til afþrey­ingar og náttúruupp­lifunar. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

 • Sameiginlegt baðherbergi
 • Fjölskylduherbergi 3+
 • Hefðbundinn búskapur
 • Heitur pottur
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Merktar gönguleiðir

Nálægt

 • Glaumbær 4 km
 • Sauðárkrókur 21 km
 • Hólar 37 km
 • Hofsós 43 km
 • Siglufjörður 102 km

Gistiaðstaða

3x2 manna og 2x4 manna herbergi (eitt 1,60 m breitt rúm og 90 cm breið koja) í eldra íbúðarhúsinu á bænum sem reist var laust eftir miðja síðustu öld en gert upp árið 2015. Tvö sameiginleg baðherbergi. Þægileg setustofa með sjónvarpi, vel búið sameiginlegt eldhús og glæsileg verönd með garð­húsgögnum, gasgrilli og heitum potti.  

 
Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í verði. Að öðru leyti sjá gestir um máltíðir sjálfir. Næsta matvöruverslun er í þorpinu Varmahlíð (5 km) og þar er einnig opinn veitingastaður, á Hótel Varmahlíð, frá 15. maí til 15. sept.

 
Þjónusta/afþreying

Á Syðra-Skörðugili er hestaleiga allan ársins hring og einnig eru í boði lengri hestaferðir og hestasýningar. Gönguleiðir. Flúðasiglingar. Fugla­skoðun. Söfn og sögustaðir. Fjölbreytt­ir möguleikar til dagsferða á bíl um héraðið. Næsta sundlaug er í Varmahlíð (5 km) og þar er einnig upplýs­inga­mið­stöð fyrir ferðamenn. Næsti þéttbýlisstaður með verslunum, veitingastöð­um, sundlaug, golfvelli og ýmissi almennri þjónustu: Sauðárkrókur (21 km).

 
Ævintýri með íslenska hestinum

Á Syðra-Skörðugili er rekinn hestabúgarður. Húsbóndinn er reiðkennari, stundar tamningar og þjálfun knapa og hesta. Fjölskyldan hefur stundað hestamennsku til fjölda ára og náð góðum árángri í keppni jafnt innanlands sem og utan.  Frá Syðra-Skörðugili eru skemmtilegar útreiðarleiðir og er hestaleiga opin daglega allt árið.  Þar eru í boði allt frá 1-4 klst reiðtúrar.  Á veturnar er einungis í boði 1 klst reiðtúr.  Þá er einnig efnt til hestasýninga á sumrin á hringvelli við hesthúsið. Sýndar eru allar gangtegundir íslenska hestins og gestum gefst kostur á að ganga um hesthúsið, heilsa upp á hestana og spjalla við heimilisfólkið.  Frá Syðra-Skörðugili eru einnig skipulagðar lengri hestaferðir, 4-5 daga ferðir, sjá nánar á www.riding-iceland.com.

 
Stórbrotin náttúra, söguslóðir og söfn 

Í Skagafirði er víða að finna freistandi slóðir fyrir náttúruunnendur og göngufólk. Frá Syðra-Skörðugili er ekki lengi verið að aka fram héraðið þangað sem tekur við töfrandi og ægifagur heimur Vesturdals og Austur­dals þar sem ekkert rýfur kyrrðina nema þungur niður jökukfljótanna í hrikalegum gljúfrum. Þarna rís Mælifellshnjúkur við himin í suðri (1.147 m) og freistar þeirra sem njóta þess að leggja á brattann. Skammt í norður frá Syðra-Skörðugili (4 km) er svo einn af myndarlegustu íslensku torf­bæjunum, sem enn standa, Glaumbær, og hýsir vandað og áhugavert byggðasafn sem veitir gestum innsýn inn í líf og kjör genginna kynslóða.

 
Á slóðum útilegumanna, biskupa og Vesturfara

Frá Syðra-Skörðugili liggur þjóðbraut 75 út á Sauðárkrók, útgerðar-, iðnaðar- og verslunarmiðstöð héraðsins (21 km). Frá bænum er ekki lengi ekið út á Reykjaströnd þaðan sem eru í boði ferðir út í hamraeyna Drang­ey. Hún er helsta kennileiti fjarðarins; ein kunnasta hetja Íslendinga­sagna, útlaginn Grettir, hafðist þar við sín síðustu ár. Hólar í Hjaltadal (37 km),  biskups- og menntasetur allt fram undir lok 18. aldar, er einkar hlýlegur, fallegur og magnþrunginn staður og þar má m.a. sjá elstu steinkirkju á Íslandi. Þar er nú ­háskóli. Í þorpinu Hofsós, aðeins utar með austurströnd fjarðarsins, er einstakt safn um Vesturferðir Íslendinga til Kanada og Bandaríkjanna undir lok 19. aldar.

Gestgjafar:  Elvar og Fjóla.

 

í nágrenni