Stóra-ÁsgeirsáStóra-Ásgeirsá

Gisting á hefðbundnum íslenskum bóndabæ í grösugri og búsældarlegri sveit í Víðidal í Húnaþingi vestra, 4 km frá þjóðvegi nr. 1. Gisting heima á bæ í 4 herbergjum sem deila baðherbergi. Á Stóru-Ásgeirsá er stundaður sauðfjárbúskapur og hrossarækt. Á sumrin er á bænum opin hestaleiga og gestum gefst kostur á að kynnast íslenskum búskaparháttum. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:16.520 kr.
hver dvöl
Bóka núna

Þjónusta

  • Sameiginlegt baðherbergi
  • Fjölskylduherbergi 3+
  • Hefðbundinn búskapur
  • Wi-Fi
  • Heitur pottur
  • Sjónvarp inni á herbergjum

Í nágrenni

  • Kolugljúfur 7 km
  • Borgarvirki 15 km
  • Hvammstangi 22 km
  • Hvítserkur 31 km

Gistiaðstaða

Gisting í 3x2ja manna herbergjum og 1x3ja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Þráðlaust net og sjónvarp með flatskjá í öllum herbergjum. Útsýni yfir dalinn og til fjalla úr flestum herbergjum.

Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn. Nokkrir matsölu- og veitingastaðir eru ekki langt undan í Húnaþingi vestra, t.d. veitingaskálinn Víðigerði, veitingastaður á Gauksmýri, Harpa á Hvammstanga og sjávarréttastaðurinn Geitafell á Vatnsnesi. Á næsta bæ við Stóru-Ásgeirsá, Dæli (2,3 km), er Kaffi Sveitó, notaleg sveitakrá/kaffihús þar sem má fá máltíðir og léttar veitingar. Næsta matvöruverslun er á Hvammstanga (22 km).


Þjónusta/afþreying

Á Stóru-Ásgeirsá gefst börnum og fullorðnum einstakt tækifæri til að kynnast daglegu lífi íslenskra bænda og komast í snertingu við íslensku húsdýrin á bænum. Hestaleiga er á staðnum. Gönguleiðir. Vatnaveiði. Selaskoðun á landi eða á siglingu frá Hvammstanga. Fjölbreyttir möguleikar til skoðunarferða á bíl um þetta svæði. Næsti golfvöllur er við þorpið Blönduós (39 km). Næsta þéttbýli með sundlaug, verslunum og almennri þjónustu er á Hvammstanga (22 km).


Íslenski hesturinn

Á Stóru-Ásgeirsá er stunduð hrossarækt og þaðan hafa komið fjölmargir landsþekktir gæðingar. Á vegum gestgjafa eru í boði lengri og styttri hestaferðir. Í styttri ferðunum er riðið niður engjarnar og meðfram Víðidalsá sem er ein af þekktari laxveiðiám á Ísland.


Íslensk tröll

Frá næsta bæ, Dæli (2,3 km), liggur merkt gönguleið (1-1,5 km) að fossi með steinbrú yfir sem nefnist Steinbogi. Skemmtileg 7 km göngu- eða ökuleið er að Kolugljúfrum þar sem Víðidalsá rennur í djúpum gljúfrum. Þjóðasagan hermir að tröllskessa hafi grafið gljúfrin og búið þar upp frá því. Í gljúfrunum eru Kolufossar.


Selaskoðun

Á Vatnsnesi, hálendum skaga á milli Húnafjarðar og Miðfjarðar eru ein aðgengilegustu og stærstu selalátur á Íslandi. Þar má skoða má landseli í návígi og ná af þeim góðum myndum í náttúrulegu umhverfi. Á þremur stöðum á nesinu hefur verið byggð upp aðstaða til selaskoðunar og í Selasetrinu á Hvammstanga (22 km) má fræðast nánar um seli og selveiðar. Frá Hvammstanga er hægt að komast í skoðunarsiglingar á selaslóðir.


Áhugaverðir staðir í grenndinni

Við hringveginn kringum Vatnsnes (90 km langur) eru tvær furðusmíðar náttúrunnar, Borgarvirki, gosstapi þar sem hafa fundist minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, og Hvítserkur sérkennilegur, brimsorfinn 15 m hár klettur. Einnig er vel þess virði að aka yfir í næsta dal fyrir austan Víðidal, Vatnsdal og skoða þar t.d. Vatnsdalshóla og aka síðan hringferð um dalinn sem er fríður og hlýlegur á fallegum sumardögum

Gestgjafi: Magnús Ásgeir

 

í nágrenni