Ytra Lón á LanganesiYtra Lón á Langanesi

Snyrtilegt gistiheimili 14 km út með ströndinni í norður frá þorpinu Þórshöfn, á Langanesi á Norðaustur-Íslandi, langt frá ys og þys borgarlífsins (638 km frá Reykjavík). Útivistarparadís fyrir náttúruunnendur, göngufólk og fuglaskoðara. Herbergi með sérbaði og stúdíóíbúðir. Heitur pottur. Kaffibar og fullbúið gestaeldhús. Göngu- og fuglaskoðunarferðir með leiðsögn. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:kr.
hver nótt á herbergi
Senda fyrirspurn

Þjónusta

 • Sér baðherbergi
 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Heitur pottur
 • Eldunaraðstaða
 • Merktar gönguleiðir
 • Norðurljós

Í nágrenni

 • Ríkulegt fuglalíf
 • Þórshöfn 14 km
 • Skoruvíkurbjarg 22 km
 • Fræðasetur um forystufé 42 km
 • Heimskautsgerðið á raufarhöfn 76 km
 • Selárdalslaug 79 km
 • Kópasker 85 km

Gistiaðstaða

7x2 manna herbergi með baði og 2x2 manna stúdíóíbúðir með möguleika á aukarúmi. Herbergin eru innréttuð á einfaldan hátt og í flestum herbergjum er sjónvarp. Sameiginleg sjónvarpsstofa og verönd með garðhúsgögnum og grillaðstöðu. Heitur nuddpottur.

Veitingar/máltíðir

Sameiginlegt gestaeldhús. Kaffibar og vínveitingaleyfi. Morgunverður í boði ef óskað er. Næsta matvöruverslun er á Þórshöfn (14 km). Á Þórshöfn er einnig veitingastaðurinn Báran með fjölbreyttum matseðli.

Þjónusta/afþreying

Á Ytra-Lóni er sauðfjárbú og gestum er velkomið að fylgjast með störfum bænda við búskapinn. Gistiheimilið býður gönguferðir og fuglaskoðunarferðir með akstri og leiðsögn út á Langanes og um nágrennið. Boðið er upp á ferðir að Skoruvíkurbjargi á Langanesi, næststærstu súlubyggðar á Íslandi, og út á ystu tá nessins. Einnig er í boði akstur með fólk og trúss hvort sem er á upphafsstað göngu eða í lok göngu um stórbrotna náttúru og eyðibyggðir á þessum slóðum. Silungsveiði í lóni við bæinn án endurgjalds. Seld veiðileyfi í Lónsá, sjóbleikju- og sjóbirtingsá. Á haustin geta gestir farið á gæsaveiði á góðu verði í grennd við bæinn. Leiksvæði fyrir börn. Heitur nuddpottur á verönd við gistiheimilið þar sem er einstök upplifun á vetrarkvöldum að skoða stjörnur- og norðurljósin þegar þeirra nýtur. Næsta þéttbýli með allri almennri þjónustu, góðri innisundlaug, matvöruverslun, veitingastað, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, heilsugæslu og apóteki: Þórshöfn (14 km).

Fjarri skarkala umheimsins – paradís náttúruunnenda

Bærinn Ytra-Lón er við veg nr. 869, 14 km norðaustur af fiskimanna-þorpinu Þórshöfn, á leiðinni út á skagann Langanes (264 km akstur frá höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 176 km frá Egilsstöðum á Héraði og 163 km frá Húsavík við Skjálfanda). Ósnortin náttúra og kyrrð bíða gesta á Ytra Lóni þar sem eru fjölbreyttir möguleikar til göngu- og skoðunarferða á eigin vegum auk þess sem gistiheimilið býður gestum auk upplýsinga- og trússferðaþjónustu m.a. ferðir með leiðsögn, t.d. út á hin miklu fuglabjörg yst á Langanesi.

Langanes, Skoruvíkurbjarg, Skálar

Ferð út á Langanes er einstök upplifun. Þar er m.a. Skoruvíkurbjarg, mikið hamrastál þar sem komið hefur verið fyrir útsýnispalli svo að fólk getur virt fyrir sér eitt mesta súluvarp á Íslandi í klettinum „Stóra-karli". Ágætur akvegur er frá Þórshöfn að Ytra-Lóni en eftir það hentar vegurinn einungis 4x4 um 22 km leið að Skoruvíkurbjargi. Frá bjarginu má svo aka eða ganga að Skálum á austanverðu nesinu (8 km), stað við ysta haf þar sem var blómlegt útgerðarþorp á árunum 1910-1946 en stendur nú ekkert eftir til minja um mannlíf nema bryggjustúfur í fjörunni.

Sérstæður töfraheimur Norðaustur-Íslands

Héruðin á norðausturhorni Íslands, frá Vopnafirði til og með Melrakka¬sléttu, eru landsvæði sem margir ferðamenn láta undir höfuð leggjast heimsækja. Hér er þó eftir mörgu að slægjast, ekki síst fyrir þá sem hafa ánægju af skoðunarferð¬um á göngu um óspillta náttúru, heiðardali, fjöll og meðfram strandlengju sem öldur Norður-Atlantshafs hafa mótað á sinn listilega hátt, t.d. á Melrakkasléttu. Lítil sjávarþorp taka vel á móti ferðamönnum og aldrei þarf langt að fara til að njóta kyrrðar með náttúrunni í þessum heimi norðursins sem er hvort tveggja í senn, hrjúfur og seiðandi, og býr yfir sinni sérstöku fegurð bæði á sumrin og veturna.

 

í nágrenni