Stay for a tree - Studio LodgeStay for a tree - Studio Lodge

Gisting í tveimur nýjum tveggja til fjögurra manna stúdíóíbúðum. Gistihúsið er staðsett í Ásamýri um 4 km sunnan við þéttbýlið á Selfossi á Suð-vestur Íslandi, aðeins um 10 km akstur frá suðurströndinni. Kjörin staðsetning til að heimsækja allar helstu náttúruperlur á Suðurlandi og góðar aðstæður til að njóta norðurljósanna á veturna. Kyrrlátt umhverfi í sveit en stutt í alla þjónustu á Selfossi og aðeins 48 km til höfuðborgarinnar, Reykjavíkur. Opið allt árið.

Veldu dagsetningar
Frá:19.917 kr.
hver nótt á herbergi
Bóka núna

Þjónusta

 • Íbúð
 • Wi-Fi
 • Eldunaraðstaða
 • Sjónvarp inni á herbergjum
 • Golfvöllur í nágrenni
 • Hleðslustöð

Í nágrenni

 • Sundlaugin Selfossi 6 km
 • Friðland í Flóa 12 km
 • Íslenski bærinn 5 km
 • Golf á Selfossi 6 km
 • Hestaferðir 12 km
 • Húsið á Eyrarbakka 14 km
 • Draugasetrið Stokkseyri 15 km
 • Kayakferðir frá Stokkseyri 15 km
 • Urriðafoss 21 km
 • Vestmannaeyjar (Landeyjahöfn) 84 km
 • Þingvellir 50 km
 • Geysir 68 km  
 • Laugarvatn Fontana  45 km

Gistiaðstaða

Tvær 2 til 4 manna bjartar stúdíóíbúðir með miklu útsýni til austurs yfir suðurlandsundirlendið í átt til Heklu og Eyjafjallajökuls. Uppábúin rúm. Í hvorri íbúð er sérbaðherbergi með sturtu, flatskjár og gjaldfrjálst þráð¬laust internet. Hægt að fá aukarúm og barnarúm.


Veitingar/máltíðir

Í íbúðunum er góð eldunaraðstaða með öllum nauðsynlegum búáshöldum og borðbúnaði. Morgunverður er ekki í boði. Fjölbreyttir matsölu- og veit¬ingastaðir á Selfossi (4 km), kaffihús, bakarí og matvöruverslanir. Í þorpunum við ströndina suður af Ásamýri eru veitingastaðirnir Fjöruborðið á Stokkseyri og Rauða húsið á Eyrarbakka (um 10 mín. akstur).


Stay for a tree

Þegar kemur að umhverfisvernd skiptir hvert lítið skref máli. Þess vegna gróðursetjum við tré í hvert skipti sem gestir dvelja hjá okkur. Okkur finnst mikilvægt að ferðaþjónustan skilji eftir sig verðmæti á svæðinu og okkar leið er að gera það í formi náttúrverndar og kolefnisjöfnunar. Fyrsta gróðursetning tengd þessu verkefni fer fram í ágúst 2016. Eftir það munu gestir okkar geta fylgst með verkefninu á facebook síðu okkar.


Þjónusta/afþreying

Gestgjafar veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi ferðalagið og afþreyingu í nágrenninu. Góð aðstaða til þess að skoða stjörnur og norðurljós á björtum vetrarkvöldum. Gestum er velkomið að kynnast dýrunum á bænum. Hestar eru í beitarhólfum nálægt íbúðunum og gestum velkomið að nálgast þá og klappa þeim. Stutt er í jarðhitasundlaug og líkamsræktaraðstöðu í Sundlaug Selfoss (5 km). Einnig er 9 holu golfvöllur við Selfoss. Hestaferðir eru í boði á nokkrum stöðum í nágrenninu. Byggðasafn er á Eyrarbakka (13 km). Kajakasiglingar og safn um álfa tröll og norðurljós er á Stokks¬eyri (14 km). Fuglafriðland í Flóa (12 km). Hestasýningar í Fákaseli (13 km). Hverasvæði í Hveragerði (16 km). Flúðasiglingar á jökulánni Hvítá (57 km).


Margt að sjá og upplifa í næsta nágrenni

Selfoss (4 km) er fjölmennasti þéttbýlisstaður á Suðurlandi með allri almennri þjónustu. Á Selfossi er upplagt að heimsækja jarðhitasundlaugina, líta við í Fjallkonunni sem selur sælkeravörur beint frá býli, kíkja á úrval af íslenskum hönnunarvörum í Motivo og síðast en ekki síst upplifa einstaka stemmningu á veitingahúsinu Tryggvaskála. 

Spennandi er að heimsækja þorpin við ströndina, Eyrarbakka (13 km) og Stokkseyri (14 km). Á Eyrarbakka er hægt að skoða gömul hús frá 1890-1920 og þar er einnig að finna Byggðasafn Árnesinga í sögufrægu kaupmannshúsi sem byggt var 1765. Á Stokkseyri er gaman að ganga í fjörunni og horfa á úthafsölduna brotna á fjölbreyttum hraunmyndunum, fara á Álfa og draugasetrið eða skoða veiðisafnið. Fuglafriðlandið í Flóa er falin náttúruperla á Suðurlandi, 5 km² friðað land þar sem 70 tegundir fugla hafa sést en 25 tegundir verpa að staðaldri.


Gullni hringurinn, Suðurstrandarvegur

Ásamýri er kjörin staðsetning fyrir skoðunarferðir um helstu náttúruperlur Suðurlands. Gullni hringurinn er sígild ferð þar sem farið er um uppsveitir Suður-Íslands og staldrað við hjá Gullfoss og á Geysi. Þjóðgarðurinn Þingvellir er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Ásamýri. Suðurstrandarvegur liggur milli undirlendisins á Suðurlandi og Keflavíkurflugvallar. Þar er ekið um eldfjallalandslag á suðurströnd Reykjanesskaga og á meðal áhugaverðra staða eru Selvogskirkja, Herdísarvík og Bláa lónið (91 km frá Ásamýri).


Vestmannaeyjar, Skógar, Seljalandsfoss

Áhugaverðir staðir á Suðurlandi sem upplagt er að skoða í dagsferð frá Ásamýri: Seljalandsfoss (74 km), Skógar og Skógafoss (100 km). Vestmannaeyjar: ekið að Landeyjarhöfn (84 km) og síðan siglt til Vestmannaeyja (30 mín). Í Vestmannaeyjum er margt að upplifa, allt frá stórkostlegri náttúru til bátsferða um eyjarnar og síðast en ekki síst heimsókn í Eldheima.

 

í nágrenni